Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 22
22 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð bítur hann í rasskinnina – mýbit sem á eftir að gjörbreyta tilveru hans og ann- arra. Í „Brúðkaupsferð“ aka ung hjón torfæran fjallveg á leið í kvennaþorpið Olymbos á grískri eyju þegar villimaður stekkur í veg fyrir þau. Hann romsar upp úr sér ljóðbroti eftir William Blake þegar hann ryðst inn í bílinn og káfar á léttklæddri konunni. Vitstola af viðbjóði er hún leidd gegnum þorpið fram hjá kappklæddum konum sem standa með hendur á mjöðmum. Fyrr en varir er hún búin að rífa af sér sumarkjólinn og tekin á rás niður bratta kletta á leið niður að sjó. Naja sagði kveikjuna að sögunum vera tímabil í mannkynssögunni sem við sjáum nú fyrir endann á: Á Norðurlöndum er mikil uppsveifla og gífurlegur veraldlegur auður. Millistéttin hefur tútnað út og hver einasta táningsstelpa hefur efni á að kaupa sér merkjavöru. En af einhverjum völdum leiðir þetta ekki til umburðarlyndis eða örlætis. Takið sem dæmi þann fámenna hóp írakskra flóttamanna sem okkur [les: Dönum, ES] finnst gustuk að taka á móti – ég held þeir séu 127. Hvernig getum við búið við efnahags- lega ofgnótt en skort á mannúð?7 Á yngri árum segist Naja hafa lagt áherslu á að fjalla um sögupersónur sínar af hluttekningu en nú leitist hún við að halda þeim í hæfilegri fjarlægð en laða fram kraftinn á annan hátt en áður. Sögurnar eru í nútíð, líða áfram eins og kvikmyndir og viðhalda spennu hjá lesandanum. Húmorinn kemur fram í gróteskri atburðarás og einföldum orðaskiptum. Minningabók: Tónlist bernskunnar Láttu þér ekki bregða tónlist bernskunnar spilar með þig.8 Sama ár og Naja fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs gaf hún út ljóða- bókina Poesibog. Orðið „Poesi“ var iðulega að finna á kápu minningabókanna sem gengu á milli bekkjarsystkina og í var skrifuð ódauðleg viska eins og „lifðu í lukku en ekki í krukku“. Naja segist þó ekki hafa skrifað mikið í minninga- bækur, hún hafi safnað úrklippubókum og ort ljóð. Poesibog eru æskuminn- ingar hennar. Þar er brugðið upp myndum frá áttunda áratugnum; klæðnaður rifjaður upp, endalausir húsfundir í kommúnunni. Allt var „fælles“; fundir, silfurskeiðar, mæður. Börnin fengu að fylgjast með þegar fullorðna fólkið kepptist við að láta drauma rætast. Þarna er ljóð um að vera í brúðkaupi föður síns án þess að vera hluti af fjölskyldunni, annað um móður sem er að yfirgefa börnin sín. Tregi og sársauki er líka í „Vetrargleði“: TMM_3_2009.indd 22 8/21/09 11:45:28 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.