Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 25
TMM 2009 · 3 25 Ta r i q A l i einni stjórn. Þegar fólk rís upp í Pakistan heitir öll andstaðan framsókn talíb- ana í Ríkisútvarpinu og málin ekki greind neitt frekar. Þess vegna þurfum við skáld einsog Tariq Ali, skáld andstöðunnar, mann sem greinir ástandið, spyr spurninga og er óhræddur við svörin. Eftir ’68-uppreisnirnar varð til alþjóðleg samstaða sem stóð undir nafni en hún er ekki lengur til staðar, þó aftur verði vart við aukna róttækni. Sú rót- tækni sem nú er að verða til er með allt öðru sniði en sú sem við áður þekktum. Einsog kreppurnar sem koma óvænt en þó eftir ákveðnu mynstri, þannig er saga andstöðunnar einnig. Þögn gærdagsins er allt í einu orðin að sönglagi morgundagsins. Stjórnmálaflokkar og skipulagðar hreyfingar höfða mun minna til ungs fólks og almennings en áður. Þetta er eflaust bæði jákvætt og neikvætt. Engar afgerandi hugmyndir um byltingar virðast vera á dagskrá í dag. Meira að segja í Suður-Ameríku hafa valdabreytingar orðið í kosningum en í bókinni Pirates of the Caribbean: Axis of Hope (2006) fjallar Tariq Ali um samhengið í sögu Suður-Ameríku og þær breytingar sem á undanförnum árum hafa átt sér stað með leiðtogum einsog Hugo Chavez í Venesúela og Evo Morales í Bólivíu. Róttækni ungs fólks hefur yfir sér stjórnleysingjablæ fremur en að það laðist að skipulögðum samtökum í anda lenínisma og trotskýisma, svo eitthvað sé nefnt. Ótal samtök starfa að ótal málefnum. Baráttan fyrir umhverfisvernd og kvenfrelsi hefur náð sterkri fótfestu. Hópar í kringum ákveðin baráttumál styrkja sig og efla en skrá sig ekki inn í hið hefðbundna valdatafl. Baráttufólk þarf ekki lengur að verja neitt ríkisvald eða að sitja fyrir svörum um framkvæmd sósíalismans. Og þannig má lengi telja. Undanfarna áratugi hefur kapítalisminn fengið að dafna óáreittur. Was- hingtonsamkomulagið (Washington Consensus) var sett fram árið 1989 sem liður í umbótapakka Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Heimsbankans. Í þessu samkomulagi má finna kjarnann í hnattvæðingu nýfrjálshyggjunnar, en þetta samkomulag felur í sér hvernig taka beri á málum kreppuþjáðra þróunarlanda. Þetta eru einmitt tillögurnar sem hrint verður í framkvæmd hér á Íslandi á næstu árum. Þær mun landstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynna fyrir lands- mönnum eina af annarri og skipa stjórnvöldum að framkvæma, en svona hljómuðu þær fyrir tuttugu árum: jafnvægi í fjárlögum, engar niðurgreiðslur, markaðurinn ráði vaxtastiginu, afnám allra viðskiptamúra og hindrana á erlendum fjárfestingum, þyngri skatta á tekjulága en tekjuháa, einkavæðing ríkisfyrirtækja, afnám reglugerða um markað, sérstaklega fjármálamarkaði, og skýra löggjöf til tryggingar á eignarétti. Þetta hljómar svo sem ekkert ólíkt ályktunum Viðskiptaráðs á Íslandi en upphaflega voru þessar tillögur hugs- aðar til að markaðsvæða Austur-Evrópu. Mörgum þessum tillögum hafa stjórnvöld verið að hrinda í framkvæmd í góðri samvinnu við Alþóðagjaldeyr- issjóðinn, Heimsbankann og OECD. Við höfum heyrt um þetta í útvarpinu en vitum ekki alltaf um hvað er verið að tala. Með þessum hætti hreiðraði nýfrjálshyggjan um sig, einsog sjálfsagðar breytingar á reglugerðum. Við skild- um þær ekki fyrr en allt hrundi. TMM_3_2009.indd 25 8/21/09 12:53:43 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.