Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 26
26 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Um allt þetta hefur Tariq Ali skrifað en ekki síst um hnignun hugsjónanna til að mæta þessu ástandi. Við vorum fljót að afgreiða hrun kommúnismans í byrjun tíunda áratugarins en hnignun jafnaðarstefnunnar og stjórnmálaflokka hennar sigldi framhjá okkur einsog bátur á lygnum sjó. Allt í einu kemur hinn nútímalegi Blairismi fram á sjónarsviðið og gerir allar röksemdir markaðs- þjóðfélagsins að sínum. Verkalýðsfélögin hverfa sem baráttutæki og munurinn á stjórnmálaflokkum verður nánast enginn. Ef við heimfærum þetta upp á Ísland þá hafa allir stjórnmálaflokkarnir í grundvallaratriðum fylgt sömu stefnunni og það er sú stefna sem komið hefur okkur á þann kalda klaka þar sem við stöndum nú. Vinstrimenn sem gagnrýndu þetta mynstur voru bara afgreiddir sem gamaldags. Þarna kemur Tariq Ali sterkur inn. Hann spyr ein- faldlega: Hvað er svona gamaldags við það að vera gamaldags? Stundum var hann kallaður risaeðla, ekki síst af þeim vinstrimönnum sem gengu Blairism- anum á hönd, en hver veit nema að nú sé tími risaeðlanna runninn upp og þær komnar aftur í tísku? Kannski tóku þær bara sannleikann með sér í einhvers konar undirheimaafplánun. Svipað og allt snýr aftur til upprunans en þá jafn- an í öðru samhengi. Tariq Ali er maður sem fylgt hefur sannfæringu sinni þvert á alla tísku. Hann hefur ekki látið glepjast af neinum fagurgala eða þægilegum sjónarmiðum, líktog dæmi eru um með gamla félaga hans úr bar- áttuhreyfingunni. Spurningin er þessi: Af hverju má ekki nota orðið sósíalismi? Á að hafna jöfnuðinum af því að hann er ekki nútímalegur? En hvað er þá svona nútíma- legt við ójöfnuð? Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum í Bandaríkjunum lætur orðið sósíalismi ekki jafn neikvætt í eyrum ungra Bandaríkjamanna og það gerði áður. Þurftum við ekki einmitt á samhjálp að halda þegar hrópað var á samkeppni? Hvernig gat maður einsog Tony Blair náð undirtökum í breska Verkamannflokknum? Hann reyndi á sínum tíma fyrir sér í rokkinu og stofn- aði hljómsveit sem hét Ugly Rumours sem segja má að sé viðeigandi heiti því sjálfur varð hann einhver versta frétt síðari ára, algjörlega blindur í fylgispekt sinni við Bandaríkin og Bushstjórnina sem var og hét. En hvar var andstaðan? Sitjum við ekki uppi með gráðugustu leifarnar af kapítalismanum einmitt vegna þess hvað hún var vanmáttug? Allar þessar spurningar brenna á vörum okkar og Tariq Ali, sem verður gestur bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík í september, er rétti maðurinn til að svara þeim. 2 Það er hægt að gera grein fyrir Tariq Ali og höfundarverki hans á marga vegu. Bæði kemur hann víða við í verkum sínum og þau eru af ólíkum toga. Samt gengur einhver rauður þráður í gegnum þau öll og hann mætti orða einhvern veginn svona: Látum ekki hina einföldu heimsmynd, sem stjórnast af hags- munum valdhafanna í heiminum, glepja okkur sýn. Tariq Ali skrifar bæði skáldverk, pólitísk barátturit og sagnfræðirit, en þau eru líka skáldleg og skáld- skapur kemur mikið við sögu í pólitískum skrifum hans. Til að mynda notar TMM_3_2009.indd 26 8/21/09 12:53:43 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.