Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 28
28 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð New Left Review bókina 1968: Marching in the Streets. Það sem gerir sýn þeirra merkilega er einmitt alþjóðatengingin, hvernig það sem flestir tengja bara við París, Washington og New York gerðist í raun um allan heim. Við þekkjum það að hér á landi eru ’68-uppreisnirnar oft bara tengdar fatatísku og hárgreiðslu og einn áramótadansleikur látinn vera minnisvarði atburðanna, en staðreynd- in er sú að þetta var alþjóðleg barátta þar sem Spánn, Ítalía, Þýskaland, Brasilía og Pakistan koma líka við sögu ekki síður en Grikkland, Svíþjóð, Sovétríkin og Kína. 3 Tariq Ali er fæddur í Lahore í Pakistan árið 1943. Þá tilheyrði Lahore Indlandi og var undir breskum yfirráðum, en varð hluti af sjálfstæðu Pakistan fjórum árum seinna. Foreldrar Tariqs Ali voru róttækir menntamenn og afi hans hafði verið forsætisráðherra í Punjab. Báðir foreldrarnir voru af aðalsættum en höfðu brotist undan því valdi og í raun afneitað uppruna sínum. Faðir hans gerðist kommúnisti, þjóðernissinni og trúleysingi. Tariq Ali voru engu að síður kenndar grundvallarreglur Íslams en til að geta rökrætt þær og andmælt þeim. Hann lærði við háskólann í Punjab og skipulagði mótmæli gegn einræðis- stjórninni í Pakistan. Ali Bhutto gerði sér grein fyrir kraftinum í stúdenta- og verkalýðsbaráttunni á þessum tíma. Þegar hann stofnaði Alþýðuflokk Pakist- ans reyndi hann að fá Tariq Ali í lið með sér, en honum fannst flokkur Bhuttos ekki greina sig nógu vel frá trúarhópum og var því ekki með. Til að forðast handtöku fluttist Tariq Ali til Englands og lærði í Oxford. Það hafði mikil áhrif á hann að koma til Evrópu. Þar með hófst andstaðan gegn stríðinu í Víetnam og utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Tariq Ali hefur einnig verið ákafur andstæðingur afskipta Bandaríkjanna af Pakistan, þess hvernig Bandaríkin hafa stutt hernaðareinræði gegn lýðræði. Á námsárunum í Englandi tengdist hann sósíalískri baráttu í gegnum blaðið Black Dwarf. Á þeim tíma gekk hann til liðs við hreyfingu trotskýista og varð einn af leiðtog- um Fjórða Alþjóðasambandsins. Þótt fyrsta skáldsagan hans sé grínsaga um hreyfingu trotskýista og fjalli í raun um kreppu þeirrar hreyfingar ber hann djúpa virðingu fyrir sögu hennar og hefðum og ekki síst þeim persónum sem settu mark sitt á hana. Þar á ég við menn einsog hagfræðinginn Ernst Mandel, en hann er greinilega fyrirmyndin að aðalpersónunni í skáldsögunni Redemp- tion sem nefnd hefur verið. Útgáfan af Street Fighting Years frá 2005 er tileink- uð minningu Ernsts Mandel sem trúði því að hinn sanni tilgangur lífsins væri meðvituð þátttaka í mótun sögunnar, einsog tileinkunin hljómar. Tariq Ali yfirgaf hreyfingu trotskýista vegna stöðnunar og einangrunarhyggju og sér- staklega vegna þess að hann gat ekki fellt sig við þá stefnu að menntamenn höfnuðu hlutverki sínu og gengju þess í stað í gegnum verksmiðjuhliðin, en sú stefna var samþykkt á einhverju alþjóðaþinginu og í ljósi sögunnar má segja að hún hafi greitt hreyfingunni þung högg. Saga Asíu hefur alltaf verið Ali hug- leikin sem sést á bókum einsog Can Pakistan Survive? (1983) og The Nehrus TMM_3_2009.indd 28 8/21/09 12:53:43 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.