Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 32
32 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð bókarinnar svo innihald hennar flæðir út fyrir brúnirnar líkt og vatn rennur af flötum lófa … Um Jesse Ball sjálfan er það að segja að hann fæddist árið 1978 á Long Island. Hann hóf feril sinn sem ljóðskáld og fyrsta ljóðabók hans, March Book, kom út hjá Grove Press árið 2004. Sú bók vakti verðskuldaða athygli meðal bók- menntafólks fyrir frumleika í viðfangsefnum og hnitmiðun sem þótti með ólíkindum hjá svo ungu skáldi. Jesse Ball bjó um skeið á Íslandi og hér skrifaði hann í samvinnu við eiginkonu sína, Þórdísi Björnsdóttur, prósaljóða/örsagna- safnið Vera&Linus (Nýhil 2006), en ári síðar kom fyrsta skáldsaga hans, Sam- edi The Deafness, út hjá Vintage/Random House-útgáfunni. Samedi the Deaf- ness er ekki síður snúið og furðulega samsett verk en The Way Through Doors. Þar segir frá ungum manni sem flækist inn í samsæri illmennisins Samedis um að gera jarðarbúa heyrnarlausa, er rænt og komið á endurhæfingarstofnun fyrir lygara, ásamt því að eftirsjá eftir ósýnilegri uglu bernskunnar hrjáir hann. Bókin hlaut góðar viðtökur og sagði í New York Times að þótt efast mætti um áreiðanleika alls sem fyrir bæri í sögunni þyrfti enginn að efast um hæfileika þess sem hana ritaði. Með henni skipaði Jesse Ball sér í fremstu röð þeirra bandarísku rithöfunda af yngri kynslóðinni sem hafa hafnað hinu formlata raunsæi markaðsskáldsögunnar og leitast nú við að endurnýja frásagnarbók- menntirnar með því að byggja á arfi módernismans og framúrstefnunnar. The Way Through Doors kom út hjá Vintage/Random House fyrr á þessu ári og stendur bókin undir þeim væntingum sem fyrri verk höfundar vöktu með lesendum og gagnrýnendum. Rúnar Helgi Vignisson Feita piltsins draumur Um Junot Díaz Frá því að hún kom út árið 2007 hefur fyrsta skáldsaga Junots Díaz, The Brief Wondrous Life of Oscar Wao, notið mikillar velgengni í bandarískum bók- menntaheimi, m.a. sópað til sín virtum verðlaunum á borð við Pulitzerinn og National Book Critics Circle-verðlaunin. Bókin dregur dám af uppruna höf- undarins sem er fæddur í Dóminíska lýðveldinu árið 1968 en fluttist sex ára gamall til New Jersey í Bandaríkjunum. Áður hefur hann sent frá sér smá- sagnasafnið Drown við góðan orðstír, auk þess sem hann hefur fengið sögur birtar í virtum safnritum. The Brief Wondrous Life of Oscar Wao ber ekki að öllu leyti nafn með rentu TMM_3_2009.indd 32 8/21/09 11:45:29 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.