Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 37
TMM 2009 · 3 37 G i n t a r a s G r a j a u s k a s gefin út í Þýskalandi, Svíþjóð, Póllandi, Bretlandi, á Ítalíu og Íslandi. Í fyrstu ljóðabók sinni, Húðflúri (Tatuiruote) 1993, tók skáldið nokkurt mið af ríkjandi fagur- fræði en gerði jafnframt ákveðnar tilraunir til að brjótast undan hefðinni og öðlast sjálfstæði. Eins- og áður sagði voru nýir tímar og krafan um breyt- ingar lá í loftinu. Gamla tungutakið hafði á vissan hátt glatað merkingu sinni, svo bæði eldri skáld og nýliðar urðu að leita nýrra leiða til að tjá sig. Með öruggum tökum náði Gintaras Grajauskas að hasla sér völl meðal efnilegra höfunda. Það liðu fimm ár frá því að fyrstu ljóð hans birtust í tímaritum og þar til Húðflúr kom út, en sama ár sendi hann frá líka sér bók með blönduðu efni, ljóðum, leiktext- um og smáprósum, sem nefndist Fuglafræði (Ornitologija). Þeirri útgáfu ýtir Gintaras hins vegar gjarna til hliðar þegar verk hans í heild eru til umfjöllunar. Með festu og frumleika tókst honum smám saman að þróa sinn sérstæða stíl svo ekki leið á löngu áður en hægt var að tala um hann sem skrásetjara daglegs lífs í Litháen og skáld sem batt ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir höfund- ar. Önnur ljóðabók Gintaras, Orlof einsetumanns (Astiskyrélio atostogos) 1995, var unnin í samstarfi við myndlistarmanninn Audrius Jankauskas og var jafn- ræði með ljóðum og myndum. Bókin fékk þá umsögn að höfundurinn væri samkvæmur sjálfum sér en hugmyndaríkur lesandi gæti þó lesið hana sem einskonar myndasögu. Það er síðan í þriðju ljóðabókinni, Ljóðaskrá (Katalo- gas) 1997, sem Gintaras Grajauskas kemur fram með þroskaða og sterka rödd, hefur með öðrum orðum fundið þann tón sem hefur einkennt ljóð hans allar götur síðan. Beinflautan (Kauline dudele) frá 1999 færði honum opinbera við- urkenningu og fleiri en ein mikilvæg verðlaun. Árið 2004 kom út Saga nýjustu tíma: Kennslubók fyrir byrjendur (Naujausių laikų istorija: vadovélis praded- antiesiems), en í henni daðrar skáldið við lágkúrulegan hversdagsleika og það sem kalla mætti ómerkilega list eða listlíki og ögrar enn frekar litháskri bók- menntahefð. Nýjust er svo bókin Ljóð af eigin skinni (Eilėraščiai savo kailiu), sem kom út haustið 2008, og kallast titillinn skemmtilega á við frumraunina. Hvers konar skáld er þá Gintaras Grajauskas? Skáld niðurrifs, afbyggingar og umbreytinga, hefur verið sagt um stíl hans. Aðrir hafa talað um að honum hafi tekist að nýta bogarumhverfi sem slíkt í ljóðum sínum en jafnframt að skilja einstaklinginn frá fjöldanum. Oft og tíðum er borgin auðkennd sem hafnarborg og líkist jafnframt kóngulóarvef þar sem hver og einn situr í miðju. Auðvelt er að koma auga á tengsl við sígilda ljóðlist, en um leið teygja ljóðin anga sína í átt að jazztónlist og þeim textum sem henni tilheyra. Þótt höfund- urinn geri yfirleitt skýran greinarmun á bókmenntatexta og söngljóðum fer ekki hjá því að verulegra áhrifa gæti í báðar áttir. Þannig er óhætt að taka undir þá skemmtilegu kenningu að Gintaras nýti sér eðli blásturshljóðfæra og slag- TMM_3_2009.indd 37 8/21/09 11:45:29 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.