Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 38
38 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð verks í ljóðagerð sinni og lendi þá einhvers staðar á milli jazzspuna og hefð- bundins forms sem skapi um leið ljóðrænan kraft. Sú líking hefur einnig verið sett fram að hann sé einsog tónlistarmaður að flytja sígild verk án þess að nota hljóðfæri. Andstæðurnar eru líka áberandi í verkum hans. Undrun bindur enda á glens, blústaktar rjúfa heimspekilega þanka og frásagnaljóð fléttast saman við dæmisögur og jafnvel spakmæli. Gintaras tekst einkar vel að setja fram efni sem hefur táknræna merkingu. Oftar en ekki er persónulegur sögumaður víðs fjarri. Ljóðin eru þá fyrst og fremst návæm skoðun, myndbirting, skrásetning eða athugasemdir við ríkjandi ástand, hófstillt en áhrifarík. Undirliggjandi kímni eða ískalt háð er algengt og stundum bregður fyrir hárbeittri ádeilu. Ljóðmælandinn er ekki rómantískur einsetumaður eða hafinn yfir aðra heldur þvert móti á sama plani, hvorki hetjudýrkandi né fylgismaður einstaklings- framtaks. Í grein um ljóðlist kemst Gintaras svo að orði: „Með hvaða mæli- kvarða ætti ég að meta ljóð sem fyrir utan vissar reglur um handverk stendur fyrir það eina sem vert er að veita athygli; uppljóstrun tilverunnar? Fyrir mér fangar gott og sannort ljóð fyrst og fremst yrkisefni sitt (þetta er sjónrænt hug- tak, ekki hugtak úr fjölleikahúsi). Það er heldur ekki erfitt að bera kennsl á slæmt ljóð – það lætur mann sjá tvöfalt.“ („Eins konar ávaxtagrautur“ – Eftir eyranu, 2002.) Í byrjendaverkinu Húðflúri ríkti talsverð bjartsýni og hefðbundin fagur- fræði, en háð og leikur voru á yfirborðinu í Orlofi einsetumanns. Frá og með Ljóðaskrá verður ljóðmálið hjá Gintaras til muna þurrara og meira í ætt við nafnhvörf en myndhvörf. Kannski má líta svo á að hann hann gangi í berhögg við tilgerðarlega og oft tilfinningaþrungna ljóðlist samtímans. Í ljóðum hans birtast hversdagslegir þættir og textinn dregur dám af venjulegu talmáli, sem verður enn meira ríkjandi í Beinflautunni og Sögu nýjustu tíma. Ginaras Grajauskas hefur í ljóðum sínum fundið nýjan farveg og ekki fylgt straumnum í litháskri ljóðagerð þar sem tilfinningahlaðinn og opinn stíll er ráðandi. Hann hefur haldið sig við frásagnarstíl og fremur tekið mið af prósa- texta. Ljóð hans vega oftast salt á milli skipulags og óreiðu, í þeim rúmast bæði fjarvídd og nánd, en þau brúa líka á vissan hátt bil sem öðrum skáldum hefur ekki tekist að gera skil. Þegar allt kemur til alls, og glöggir rýnendur hafa komið auga á, er það fyrst og fremst leit skáldsins að nýjum og nánum tengslum sem er drifkrafturinn í ljóðverkinu. Í smáljóðinu Takmarkalaus nótt er dregin upp einföld og skýr mynd í þeim anda: aðeins tveir líkamar í myrkrinu sem reyna að flétta sig saman þéttar en Guði þóknast (Beinflautan, 1999) Auk ljóðabókanna hefur Gintaras Grajauskas sent frá sér ritgerðasafnið Eftir eyranu (Iš klausos) 2002, skáldsöguna Villutrú (Erezija) 2005, fimm geisladiska með hljómsveitunum Kontrabanda og Rokfeleriai, og nokkur leikrit sem unnið TMM_3_2009.indd 38 8/21/09 11:45:30 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.