Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 42
42 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð hetjur með stáltaugar. Nafn Buzz Aldrins hefur líka lifað áfram í nafni hins hugrakka Buzz Lightyear (Bósa ljósárs) sem er ein aðalpersóna myndarinnar Toy Story og fleiri sem á eftir henni komu. Það er sterkur leikur hjá höfundinum að láta Mattias sjálfan segja sögu sína. Hann hefur frekar lágstemmda rödd sem hæfir honum vel. Hvert orð er vel valið, söguhetjan er kurteis maður og notar engin gífuryrði. Johan Harstad notar raunverulega atburði liðinna áratuga og dægurlög hvers tíma til að koma tíðarandanum til skila. Sömu tækni beitir Hallgrímur Helgason gjarna í sínum verkum, hann minnist á sjónvarpsþætti, tískuvörur og tónlist til að skapa hug- hrif. Stíll Johans Harstad er öllu hófstilltari en Hallgríms, en hann er marg- orður eins og Hallgrímur er oft, bókin er full af orðaleikjum og skemmtilegum vísunum auk þess sem aðalpersónan, Mattias, er villuráfandi karlmaður, en slíkir menn eru jú fyrirferðarmiklir í verkum Hallgríms Helgasonar. Þótt bókin Buzz Aldrin, hvor ble det av dig i alt mylderet? fari nokkuð út um víðan völl á köflum hefur hún þó þann kost að hún gefur engin augljós og auðveld svör við öllum þeim spurningum sem hljóta að kvikna hjá lesendum. Það er enginn sjálfshjálparbragur á þessari bók og engu er troðið ofan í mann. Þó má lesa það úr verkinu að heimsfrægðin sé ekki verðugt markmið. Allir skipta máli fyrir einhverja og líf hverrar einustu manneskju fléttast saman við líf annars fólks og það er það fólk sem skiptir mestu máli. En hitt leitar líka á hugann við lesturinn hvort yfirleitt sé raunhæft að sækjast aldrei eftir því að eftir manni sé tekið, að leita aldrei eftir því að fá hrós og viðurkenningu, að lifa lífinu þannig að maður sé alltaf aukapersóna? Sveinbjörn I. Baldvinsson Raunsæið er pínlegi frændinn Nokkur orð um danska skáldsagnahöfundinn Benn Q. Holm Hér á landi er Benn Q. Holm (1962) varla kunnuglegt nafn, en sjónvarpsþætt- irnir Album sem gerðir voru eftir samnefndri skáldsögu hans, vöktu hins vegar verðskuldaða athygli og ánægju þeirra sem þá sáu á RÚV ekki alls fyrir löngu. Miðað við það hvað raunsæisskáldsagan hefur lítt átt upp á pallborðið hjá dönskum bókmenntafræðingum og gagnrýnendum á liðnum árum (og þótt víðar væri leitað), verður það að teljast töluvert afrek að hafa engu að síður náð slíkri viðurkenningu og útbreiðslu. En það hefur líka tekið sinn tíma. TMM_3_2009.indd 42 8/21/09 11:45:30 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.