Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 43
TMM 2009 · 3 43 B e n n Q . H o l m Sáttur við mótlætið Enda þótt hann væri sjálfur afsprengi bókmennta- fræðideildar Hafnarháskóla, og hefði skrifað fimm skáldsögur þegar yfirlitsritið mikla, Danske Digtere i det 20. århundrede, kom út árið 2000, var það ekki nóg til þess að hans væri getið þar. Og það jafnvel þótt ein þeirra bóka, hópsaga um Kaupmannahöfn, Hafnia-Punk (1998), hefði sannarlega vakið athygli á honum sem eftirtektarverðum höfundi. En Benn Q. Holm hélt ótrauður sínu raunsæis- sagnastriki, innblásinn m.a. af Solsjenitsyn sem hann las upp til agna á ung- lingsaldri og svo fór að lokum að hann sló endanlega í gegn. Það var með Album (2002), hátt í sexhundruð blaðsíðna fjölskyldusögudoðranti sem nokkr- um árum síðar varð að samnefndri og vinsælli sjónvarpsþáttaröð. En þess má geta í því samhengi að Holm hefur sjálfur skrifað handrit að sjónvarpsþáttum (De Udvalgte, 2001) og að kvikmyndaréttur að tveimur öðrum bóka hans hefur einnig verið seldur (Mørk og Hafnia Punk). Til marks um að hann hafi nú fengið inngöngu í bókmenntahof hinna túlk- andi stétta má hafa það að hann hlaut árið 2006 hin eftirsóttu þriggja ára starfslaun frá Listasjóði danska ríkisins, eftir að hafa sótt um á hverju ári í tólf ár. En Benn Q. Holm hefur sjálfur bent á, til skýringar á síðbúinni viðurkenn- ingu, að ansi mikið sé skrifað af vondum raunsæisskáldskap, að margir haldi að það sé nóg að ljósrita bara veruleikann og gefa hann út í bók til að hann verði skáldskapur. Það verði hins vegar að takast á við tungumálið, vinna með hið fagurfræðilega, til að umbreyta hráefninu í skáldskap. Í viðtali í Politiken árið 2006 sagði Holm um afstöðu sína til raunsæis- skáldskapar sem hann hefur helgað krafta sína: Ég var sjálfur í hinni hámenningarlegu bókmenntafræðideild Hafnarháskóla og upplifði realismann líka svona eins og pínlegan frænda sem maður rekst á úti á götu og veit ekki hvort maður á að heilsa eða ekki. En þetta höfðar til mín og ég skrifa svona sjálfur. Holm telur líka, eftir á að hyggja, að það hafi verið sér hollt sem höfundi að þurfa að hafa töluvert fyrir því að hljóta viðurkenningu. Ef hann hefði verið dubbaður upp í eitthvert séní í upphafi hefði leiðin líklega bara legið niður á við eftir það. ,Það afmarkaða og það villta‘ Fyrstu skrif hans voru þó ekki raunsæisskáldsögur, því á námsárum sínum sat hann í lítilli íbúð á Islands Brygge og orti það sem hann kallar sjálfur „léleg Michael Strunge-ljóð“. Það var svo snemma á tíunda áratugnum, þegar hann © T ho m as A TMM_3_2009.indd 43 8/21/09 11:45:30 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.