Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 58
58 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð ytra en finnur hvernig gömlu heimkynnin toga í hann. Og síðast en ekki síst skýrist myndin af gamla vesalingnum, föðurmyndinni á bænum, og við hvað hann mátti glíma á sinni ævi. Það dregur að sögulokum. Allir sjá fyrir sér sína lausn en hver þeirra gengur upp? Endirinn verður án allra flugeldasýninga, fremur eins og rökrétt lokatafl, í samræmi við hæga en þétta hrynjandi sagn- anna þriggja. Persónur sem lifa Að lestri loknum situr lesandi eftir með ýmsar hugrenningar. Ekki einasta hefur hann átt samleið með eftirminnilegum persónum heldur áttar hann sig einnig á því að hér hefur ótrúlega margt komið við sögu: Dauðinn, sorgin, sektarkenndin, bælingin, lygin, ræturnar. Ástin, trúin og efinn. Samkyn- hneigð, alkóhólismi, forboðin ást, ást í meinum. Anne B. Ragde lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi og er það vafalaust ein ástæðan fyrir vinsældum þess- ara sagna. En fleira kemur til. Margir hafa haft á orði hve persónur bókanna hafi orðið þeim hugstæðar. Slíkt er að sjálfsögðu aðalsmerki á góðum skáld- skap; persónur sem verða svo sannar að þær lifna á síðunum. Anne B. Ragde hefur snilldartök á persónusköpun og er þar líklega kominn annar lykillinn að velgengni bókanna. Hún er ekki aðeins næm á mannlegt eðli, skringilegheit og breyskleika, hún teiknar upp fólk sem lesandi lætur sig varða og aðstæður sem hann þekkir sjálfan sig í. Manneskjur sem eru misskynsamar, jafnvel hlægileg- ar, en um leið finnur maður til samúðar með þeim. Og allt hið hversdagslega sem þær taka sér fyrir hendur fær mann til að kinka kolli, jafnvel kíma og hlæja upphátt. Öll smáatriðin, sem höfundur er örlátur á, eiga sinn þátt í að fylla út í heilsteypta og litríka mannlífsmynd. Skapa sögu sem er bráðlifandi og snýst um það, þegar upp er staðið, hvernig hægt sé að sættast við tilveruna í stað þess að flýja hana. Maríanna Clara Lúthersdóttir Óbærilegur léttleiki Davids Sedaris Eins og samkynhneigður Woody Allen eða hógvær Oscar Wilde – David Sed- aris er þó í raun engum líkur. Á litríkri ævi hefur hann fengist við ótalmargt en þekktastur er hann fyrir pistla sína sem hann hefur lesið upp í ljósvakamiðl- um og gefið út í bókarformi. Efni þeirra er meira eða minna sjálfsævisögulegt og því er ekki laust við að lesendum finnist þeir þekkja Sedaris náið. Þeir vita TMM_3_2009.indd 58 8/21/09 11:45:32 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.