Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 68
G u ð m u n d u r B r y n j ó l f s s o n 68 TMM 2009 · 3 aldrei söm aftur. Hann móðgaðist þvílíkt að hann sást ekki í kaffi í marga mánuði á eftir. „Jæja – það er nú gott. En ég skil ekki þessa hordýrkun. Ekki var hún Rita Hayworth svona skinhoruð – og hafði hún þó sjénsana.“ „Já já.“ „Ég man hvað hún amma þín grét þegar hann Ali Khan dó. Og ég viðurkenni það vel að ég grét líka – það var samt meira út af henni Ritu. Þó þau væru skilin. Hann var agalega sjarmerandi maður hann Ali Khan – og það grétu fleiri en ég og hún amma þín get ég sagt þér.“ „Amma – um hvað ertu eiginlega að tala?“ „Hann afi þinn datt í það – eina ferðina enn; en það var nú svo sem ekkert út af því þannig lagað. Hann notaði bara tækifærið eins og svo oft áður og síðar. Það held ég hann hafi dottið í það þegar Gagarín fór hringinn.“ „Gagarín?“ „En hún amma þín grét þessi ósköp yfir honum Ali Khan og hjúfraði sig upp að hundinum sem við áttum þá, sennilega hefur það verið Snati sem dó úr lungnabólgunni eða Tyrone Power; sá með klofna trýnið. En hún grét bara enn og meir og strauk yfir myndina af henni Ritu Hay- worth sem við vorum með á skenknum undir austurglugganum.“ „Var þessi Gagarín leikari?“ „Ekki veit ég hvað varð um þessa mynd, en hitt veit ég að hann langafi þinn þoldi það aldrei að ég væri með mynd af Hollywoodstjörnu uppi við. Hann var soddan kommúnisti.“ „Hvað er Belsenfangi?“ „En honum fannst í lagi að vera með mynd af Lenín yfir hjónarúminu í öll þessi ár og ekki var ég spurð að því. Stalín komst nú aldrei upp á veggi hér. Þó held ég að hann hafi verið bærilegasti maður, það var bara eftir á að það fór að níða af honum skóinn.“ „Var þessi Ali Khan svona sætur? Var hann leikari?“ „Leikari? Biddu fyrir þér barn – hann var diplomat. Óskaplega mikils virtur og dásamlega fallegur maður. Hann var í öllum boðum í New York og París. Hann var að keyra heim og hún Bettína var með honum. Hún fékk taugaáfall en meiddist lítið. Leikari? Hún amma þín ætti að heyra til þín. Maðurinn var sonur hans Aga Khan og var ambassador hjá Samein- uðu þjóðunum fyrir þá þarna í Pakistan. Óskaplega fallegur maður.“ „Var þessi Bettína dóttir hans?“ „Bettína var kærastan hans – afskaplega geðug stúlka. Það var að koma úr einhverju samkvæmi í París.“ „Og Gagarín með?“ TMM_3_2009.indd 68 8/21/09 11:45:33 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.