Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 69
É t t u s t e l pa TMM 2009 · 3 69 „Hvaða fábjána spurning er nú þetta krakki? Gagarín? Ég er svo bit.“ „Ég meina, þú rausar bara um eitthvað fáránlega mikið dautt fólk. Gagarín og Aga Khan og Ali Khan og ég veit ekki hvað …“ „Það breytir því ekki að þú étur bara ekki neitt. Þú ert enn með þessa brauðsneið að válast.“ „Þetta er annað brauð.“ „Þetta er sama brauðið.“ „Þetta er annað brauð. Hvað er Belsenfangi?“ „Þetta var nítján sextíu frekar en nítján sextíuogeitt. Nei þetta var nítján sextíu. Sama ár og Björgvin fékk brjósklosið. Þeir skáru hann. En þá fór líka krabbinn af stað. Hann var dáinn um jólin. Þetta var í maí.“ „Björgvin?“ Amma var ekki á þeim buxunum að fara að útskýra fyrir mér hver þessi Björgvin var. Mér var svo sem alveg sama. Sjálfsagt einhver frændi eða eitthvað. „Ég lét hana Boggu stax vita að ég myndi ekki vilja sjá neitt af inn- búinu, það væri nóg draslið hérna. Ætlarðu ekki að fá þér af lagkökunni góða mín?“ „Ég borða ekki hvítan sykur.“ „Nú?“ „Hann er óhollur, það eru engir að borða hvítan sykur.“ „Hvaða þvæla er þetta – er annan sykur að fá?“ „Það er ekki það …“ „Nei ég hélt ekki. Andskotans hugmyndaflugið alltaf hreint. Ég held þú ættir bara að éta það sem býðst stelpa og ekki vera með spukúlasjónir um hvítt eða ekki hvítt. Nei og Gagarín var ekki leikari, hann var geimfari og dó í bílslysi. Sovétmaður. Ég man hvað hann langafi þinn grét þegar hann dó, þá var það hann sem hjúfraði sig að – ja ég man nú ekki hvaða hund við áttum þá – já og hvað hann grét og við bæði reyndar. Afi þinn fór á fyllerí og hún amma þín var hérna uppi hjá okkur á meðan, þetta voru bara nokkrir dagar. Þetta var árið sem hún mamma þín fæddist. Hvað hann langafi þinn grét. Þetta var svo mikið áfall fyrir málstaðinn.“ „Málstaðinn?“ „En þeir voru nú samt fyrstir – hann fór hringinn fyrstur, út fyrir hvolfið og allt saman.“ „Já já.“ „Er ykkur ekkert kennt í þessum skólum?“ „Jú jú.“ „Það er að heyra. Éttu lagkökuna stelpa.“ Langamma þrusaði svaka þykkri sneið á diskinn minn. Nóg fyrir TMM_3_2009.indd 69 8/21/09 11:45:33 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.