Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 81
M y n d i n a f J ó n a s i TMM 2009 · 3 81 Myndin af Jónasi Þegar allt kemur í einn stað er kenn- ing mín sú að Helgi Sigurðsson hafi heimsótt kunningja sinn Jónas Hall- grímsson þar sem hann lá á Frið- riksspítala eftir að honum skruppu fætur í stiganum upp í herbergi sitt á fjórðu hæði í Skt. Pederstræde nr. 140 seint að kvöldi 21. maí 1845. Jónas var þá rændur allri lífsgleði og þótti óþarfi að gera neinum ónæði um nóttina af því að hann vissi að hann gæti ekki lifað, eins og Konráð Gíslason hefur eftir honum.23 Með fortölum hefur Helga tekist að telja Jónas á að leyfa sér að draga upp af honum mynd með teiknivél, camera lucida, en Konráð Gíslason hafði árið áður hvatt þá Brynjólf Pétursson, Grím Thomsen – og Jónas til þess að láta gera af sér mynd „svo mynd- irnar verði til eptir þeirra dag, svo skal jeg sjá um, þegar þeir eru dauðir, og jeg er orðinn blindur, að þær verði stungnar í kopar“, eins og áður var nefnt. Hálfvangamyndin, sem svo mjög sker sig úr öðrum myndum Helga Sigurðssonar, er að mínum dómi fyrsta myndin sem hann gerði af Jón- asi. Hún er á sömu örk og myndin af líki Jónasar, sem Helgi teiknaði daginn eftir að Jónas dó, eftir að hann færði líkið í búning og reisti það upp, en sú mynd var áður talin elsta mynd Helga af Jónasi. Þessar tvær myndir eru á annars konar pappír en hinar myndirnar tvær í Listasafni Íslands, gráleitum, en það var dökkur eða gráleitur pappír sem gjarna var notaður í teiknivélina camera lucida. Eftir að Helgi hafði dregið upp hálf vanga myndina andaðist Jónas skyndi lega að morgni 26. maí 1845. Þá hafði Helgi ekki lokið ætlunar- verki sínu – að gera mynd af Jónasi sem eftir hans dag mætti stinga í kopar. Daginn eftir fór Helgi því að líki Jónasar, færði hann í búning hans og reisti hann upp, dró upp mynd af honum, eins vel og nákvæmlega eins og hann gat, – mynd af líki Jónasar – en líkaminn var svo sem fallinn saman og höfuðið sigið niður á bringuna.24 Á myndinni af líki Jónasar sjást döpur augu undir þungum augn- lokum. Augu Jónasar hafa hins vegar verið lokuð þegar Helgi Sigurðsson Rannveig Hallgrímsdóttir 1872. TMM_3_2009.indd 81 8/21/09 11:45:35 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.