Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 92
H j a l t i H u g a s o n 92 TMM 2009 · 3 Þíngeyrum. Eins skal verða aftur skilað þeim höfuðbólum fornum sem danska krúnan sölsaði undir sig eftir fall íslensku kirkjunnar. Og það skal verða reistur á Íslandi veglegur háskóli og collegia þar sem lærðir menn íslenskir skulu aftur lifa lífi manna. Við munum byggja hallir, sagði hún, eingu síðri en þær sem lénsherra Gullinló hefur bygt sér í Danmörk fyrir Íslandsskattinn. Hann sagði: Á Þíngvöllum skal rísa veglegt lögréttuhús og sett önnur klukka stærri og hljómfegurri en sú sem kóngurinn lét rekvírera og böðullinn skipaði Jóni Hreggviðssyni að höggva niður. Það kalda túngsljós sem glampar á Drekkíngarhyl skal ekki leingur verða hin eina miskunn með fátækum konum á Íslandi, sagði hún. Og húngraðir betlarar ekki leingur uppfestir í réttlætisnafni í Almannagjá, sagði hann. Allir munu vera okkar vinir, sagði hún; því fólkinu líður vel. Og þrælakistan leggjast niður á Bessastöðum, sagði hann, því í landi þar sem fólkinu líður vel eru ekki framdir glæpir. Og við ríðum um landið á hvítum hestum, sagði hún. (422–423) Ísland og Evrópa Að liðinni draumanótt rennur dagur þar sem önnur lögmál gilda. Snæfríður sver fyrir það við þernu sína að til sín hafi komið gestur og leggur „á stað útá það skelfíngarhaf þar sem aungvir ráða utan guð einn …“ (424). Arnas gengur hins vegar til móts við örlög sín og bóka sinna í eldinum í Kaupinhafn. Hlutskipti hans verður úfinn haus Jóns Hreggviðssonar og ekkert annað (420, 442–446). Hvað gerist í morgunsárið í húsi Gullmakarans? Hvers vegna liggur lögbókarhandritið sem Arnasi var ætlað enn í kistu Snæfríðar og inn- sigluð bréfin gegn honum í handraðanum (413–419, 423–424)? Hvað sem gerist vaknar Arnas af draumi, gerir sér grein fyrir að það Nýja- Ísland sem hann hafði séð rísa úr hafi er óraunsær draumur, uppfylling hans er undir því komin að landið sé innlimað í Evrópusamband sögu- tímans: Ég veit þið hamborgarmenn munduð færa oss íslenskum maðklaust korn og ekki telja ómaksvert að svíkja á oss mál og vog. En þegar á Íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima. (429–430) TMM_3_2009.indd 92 8/21/09 11:45:36 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.