Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 93
A ð l e s a Í s l a n d s k l u k k u n a í k r e p p u n n i TMM 2009 · 3 93 Gamla-Ísland sigrar Um það bil sem tjaldið fellur að þríleiknum loknum verður ljóst að allt er líkt og var. Gamla-Ísland sigrar. Lögmaður sálugi Eydalín er fríaður af öllum ákærum saksóknarans og veitt uppreist látnum. Þeir sem misst höfðu glæp sinn um skeið fengu hann aftur (447). Í lokasenu verksins er sigur hins gamla innsiglaður. Nú mátti heyra jódyn bakvið eystri gjárhallinn, og þegar glæpamennirnir geingu framámilli klettanna sáu þeir mann og konu ríða með margt hesta ásamt sveinum moldargöturnar inn vellina í átt til Kaldadals sem skilur landshluta. Þau voru bæði dökkklædd og hestar þeirra allri svartir. Hver ríður þar? spurði sá blindi. Þeir svöruðu: Þar ríður Snæfríður Íslandssól í svörtu; og hennar ektakærasti Sigurður Sveinsson látínuskáld, kjörinn biskup til Skálholts. Þau ætla vestrá land að gera úttekt á föðurleifð hennar sem hún náði undan kónginum aftur. Og glæpamennirnir stóðu undir klettunum og horfðu á biskupshjónin ríða; og það glitti á döggslúngin svartfext hrossin í morgunsárinu. (448–449) Að lokum Í kreppunni hef ég lesið Íslandsklukkuna að nýju í ljósi atburða og orð- ræðu liðins vetrar og fundið að hún er einn af þeim klassísku textum sem talar nýjum rómi. Í henni er þetta allt að finna: hrunið, sérstaka saksóknarann, ranglætið sem afhjúpast, hið Gamla- og Nýja-Ísland, Evrópuumræðuna. Hún hefur margt að segja okkur í þeim sporum sem við stöndum nú. Boðskapurinn kemur fram í átökum réttlætis og ranglætis, baráttu gegn kúgun, uppreistarstefinu, þránni eftir að valdhöfum verði steypt af stóli og smælingjar upp hafnir. Þá kveður við ákveðinn heimsslitastón í verkinu. Þjóðin er komin á heljarþröm og dómur er settur yfir háum og lágum. Lokaniðurstaðan er þó ekki að von hins örvæntingarfulla rætist. Þvert á móti syrtir að: Í depurðinni úti í Kaupinhafn spyr Arnas: Hvar eru þeir lágu sem ég vildi hækka? Þeir eru lægri en nokkru sinni. Og þeir svarlausu sem ég vildi forsvara? Jafnvel þeirra andvörp heyrast ekki meir. (419) Snæfríður ríður ekki hvítum hestum af Þingvöllum í fylgd ástmanns heldur svörtum með manni sem hafði keypt hana. Sögulokin endurspegla tvísýna stöðu lands og þjóðar á ritunartíma verksins. Landið var nýfrjálst en hersetið og óljóst hvenær það fengi notið fullveldis síns. Nú hafa kaupahéðnar farið óvarlega með fjöregg TMM_3_2009.indd 93 8/21/09 11:45:36 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.