Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 127
T í m i n n l í ð u r e k k i TMM 2009 · 3 127 Zobéide var nafnið sem ég gaf henni. Hún hét í rauninni Zoubida. Ég heiti David og í gamni kallaði hún mig Daoud. Þess vegna hafði ég fund- ið upp á nafninu Zobéide. Þetta var leikur hjá okkur. Ég vissi aldrei hvaðan hún kom. Hún faldi slóð sína, alveg frá byrjun. Allt sem hana varðaði var hjúpað leyndardómi. Fyrsta skiptið sem ég sá hana var á litla torginu þar sem strákarnir voru vanir að safnast saman eftir skóla til að fara í boltaleik eða til að slást. Hún gekk framhjá án þess að líta á nokkurn mann og hvarf inn í dimm strætin. Ég man ekki leng- ur hvernig hún var klædd vegna þess að minningin sem ég varðveiti um hana er þessi ljósmynd sem hún gaf mér í upphafi sambands okkar. Bekkjarmynd þar sem hún situr í fremstu röð. Á þessari mynd finnst mér hún vera afar falleg, mjög sérkennileg. Það er neisti í henni, í myrku augnaráðinu, í djúpi augna hennar. Samt sem áður er hún klædd alltof stórum fötum og gömlum eins og oft er um fátæk börn. Hvítt pils með undarlegri pífu fyrir neðan hné, sígaunaundirpils. Strákaskyrta með uppbrettar ermalíningar til að passa henni og hræðilega ljótir uppháir sokkar, ekki smástelpuskór heldur groddalegir og að því er virtist óreim- aðir skór. Ég veit ekki hve oft ég hef skoðað þessa ljósmynd til að reyna að skilja. Eins og leyndardómsfull saga væri skráð í andlitin sem mér myndi tak- ast að ráða í. Hún færði mér ljósmyndina dag nokkurn þegar við ætl- uðum í gönguferð um almenningsgarðana og hún sagði mér öll nöfn strákanna og stelpnanna sem voru á myndinni ásamt henni. Þetta var romsa sem hún fór með utanað. „Martine Eyland, Cécile Sappia, Marie- Antoinette Lieu, Raissa Laabi, Alain Pagès, Sophie Gerardi, Maryse Aubernet, Nadia Cohen, Pierre Barnoud, Fadila…“ Ég man sum nöfnin, ég hafði hlustað með athygli á rödd hennar þegar hún þuldi þau upp og það hafði verið mikilvægast í öllum heiminum. Það sem ég sé er einkum andlit hennar, andlitið á ljósmyndinni, full- komnar bogadregnar augabrúnirnar eins og þær væru teiknaðar með krítarkoli, dökk og djúp, leiftrandi augun og svart hárið sem birtan hengir sig í. Þegar ég kynntist henni var hún enn með hárið í einni þykkri fléttu sem náði niður í mitti. Hún sýndi sig aldrei með hárið slegið og ég ímyndaði mér svart hárið fossa niður axlir hennar og bak. Á ljósmyndinni situr hún í fremstu röð, með pilsið kuðlað milli fótanna eins og sígauni, hún horfir beint í linsuna, feimnislaust og án tilgerðar. Hún starir fram, kannski til að vernda sjálfa sig, til að forðast að falla í gildrur. Á þessum tíma, þegar ég kynntist henni á litla torginu bak við heimili mitt, var hún aldrei með dökk gleraugu. Það er þetta augnaráð sem ég get ekki gleymt. Á ljósmyndinni situr TMM_3_2009.indd 127 8/21/09 11:45:38 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.