Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 129
T í m i n n l í ð u r e k k i TMM 2009 · 3 129 stílabók þar sem á var skrifað snoturri rithönd nafnið sem varð í mínum augum mikilvægasta nafn í heimi, fegurst allra, nafnið sem ég held að ég hafi alltaf heyrt: Alcantara. Ég vogaði mér meira að segja að fara upp nokkrar tröppur, skrítnar, hellulagðar tröppur, slitnar í miðjunni þann- ig að maður missti jafnvægið. Ég hlustaði á hljóðin sem endurómuðu í stigaganginum, hvellar raddir, hróp í börnum, hávaða frá sjónvarps- tækjunum. Það var þarna sem Zobéide bjó ásamt móður sinni, ég komst að því nokkru síðar. Þær bjuggu einar og móðir hennar fór aldrei út úr húsi því hún talaði bara arabísku. Ég elti Zobéide oft alveg að blokkinni svo fór ég heim með mikinn hjartslátt og brennheitur í framan því mér fannst ég vera að fara á bak við hana. Og ef til vill voru þetta svik í raun og veru. Kvöld nokkurt í sumarbyrjun, skólanum var lokið, gekk Zobéide í áttina til mín. Ég man mjög vel eftir þessu, þetta var við háan steinvegg sem lá meðfram járnbrautarteinunum, ég átti mér enga undankomuleið. Hún gekk í áttina til mín, ég man ekki hvað hún sagði við mig, en ég skynjaði sjóðandi heita geisla sólarinnar á háum veggnum sem hún hafði vermt allan liðlangan daginn og reiðilegt augnaráð Zobéide. Hún sagði eitt- hvað á þessa leið: „Hvers vegna gengur þú stöðugt á eftir mér?“ Mig langaði ekki til að þræta fyrir það. „Þú heldur kannski að ég hafi ekki séð þig elta mig eins og kjöltu- rakka?” Hún horfði svona á mig dágóða stund, síðan yppti hún öxlum og fór. Ég stóð kyrr upp við vegginn, ég hélt ég myndi detta, mér fannst ég galtómur að innan. Samt var það í kjölfar þessa fundar að við urðum vinir. Ég skil ekki hvers vegna allt breyttist. Kannski kom það henni til að hlæja eftir allt saman að kalla mig kjölturakka. Dag nokkurn kom hún bara á torgið og bauð mér í göngutúr. Við gengum um rykuga almenningsgarðana. Þetta var að morgni dags og malbikið bráðnaði þegar undan hitanum. Hún var í ljósu pilsi og hvítri skyrtu með upp- brettar ermalíningar eins og á ljósmyndinni. Gegnum opið hálsmálið sá ég dökka húð hennar og móta fyrir smáum brjóstunum. Hún var ber- leggjuð og berfætt í skónum. Við gengum saman og héldumst í hendur. Ég held að það sem snart mig mest hafi verið þegar hún sýndi mér ljós- myndina. Hvað hún var enn nálæg þessum tíma hafði þau áhrif að mér fannst að ef ég lokaði augunum, hlustaði á rödd hennar, skynjaði ilminn af henni þá væri ég með henni í skólanum ásamt hinum. Eins og ég hefði alltaf þekkt hana. Sumarið var í reynd komið, jafnvel næturnar voru heitar. Ég var TMM_3_2009.indd 129 8/21/09 11:45:38 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.