Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 132
J . M . G . L e C l e z i o 132 TMM 2009 · 3 ströndinni horfðum við á flugeldasýninguna í tilefni þjóðhátíðardags- ins 14. júlí. Það var heitt og rakt, reykurinn frá flugeldunum lá eins og þokumóða yfir hafinu. Og allt í einu brutust út slagsmál á ströndinni. Menn börðust í myrkrinu, arabar annars vegar og hermenn hins vegar. Við flutum með mannhafinu í áttina til þeirra, duttum um steinana. Andlitin voru grett í ljósbjarmanum, ég heyrði sprengidrunur sem berg- máluðu um alla borgina. Konur öskruðu, skammaryrði fuku og ég leit- aði að Zobéide, svo fékk ég hnefahögg á gagnaugað, ég riðaði en datt ekki. Ég heyrði rödd Zobéide kalla á mig, hún hrópaði nafn mitt aðeins einu sinni „Daoud!“ og ég veit ekki hvernig hún fór að því en hún dró mig burtu eftir ströndinni. Við stoppuðum hjá styrktarveggnum. Fæt- urnir skulfu undir mér. Zobéide þrýsti mér að sér og við leituðum að stiganum til að komast undan. Við brutum okkur leið gegnum þvöguna áður en rafmagnið kom á aftur og við hlupum yfir göturnar án þess að vita hvert við værum að fara, skáskutumst milli bílanna. Eftir hlaupin stoppuðum við fyrir framan blokk sem var í byggingu, tómt, þögult steinsteypuhrúgald úti í miðri auðninni. Við fórum upp stigana frá einni hæð til annarrar, alla leið upp. Þakið var eins og eyði- mörk með möl, gjalli, járnbútum. Vindurinn blés ofsalega, vindur af hafi , stormurinn sem sverfur klettinn. Zobéide settist upp við skorstein, tank, ég veit ekki lengur hvað það var, og hún lét mig setjast við hlið sér. Mig svimaði. Vindhviðurnar gerðu áhlaup öðru hverju, vindhviður sem komu úr myrkum himindjúpum yfir húsþökin, yfir götur og breið- stræti. Myrkrið var skollið á. Eftir kæfandi hita dagsins, birtu flugeldanna, hávaða mannfjöldans og hin hræðilegu slagsmál á ströndinni í myrkr- inu, grett andlitin, leiftrandi ljós flugeldanna, blístrið og öskrin, bar nóttin með sér frið, mér fannst ég vera annars staðar, langt í burtu, í framandi landi, að ég myndi geta gleymt öllu er varðaði borgina, göt- unum, augnaráði fólksins, öllu sem hélt aftur af mér, sem gerði mér illt. Ég fékk hroll en ekki vegna kulda, þetta var hræðsluhrollur, lostahrollur. Borgarljósin mynduðu nokkurs konar rauðleitan hjúp yfir jörðinni fyrir neðan okkur. Ég horfði á andlit Zobéide, enni hennar, varir, skugga augna hennar. Ég beið eftir einhverju en vissi ekki hverju. Ég lagði hand- legginn yfir axlir hennar, mig langaði til að draga til mín andlit hennar en hún færði sig frá mér. Ég held hún hafi einfaldlega sagt, „nei, ekki svona, ekki hérna…“ Hún sagði: „Hvað viltu?“ Ég hafði spurt hana sömu spurningar áður. „Ekkert. Ég vil ekki neitt. Það er gott að vera hér, vilja ekki neitt.“ Mér finnst sem ég hafi sagt þetta en kannski dreymdi mig það. Ég sagði ef til vill líka: „Þetta er fínt, við höfum nægan tíma núna.“ TMM_3_2009.indd 132 8/21/09 11:45:38 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.