Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 135
TMM 2009 · 3 135 Páll Valsson „Sannmáll þú varst en sætmáll ei“ Kristmundur Bjarnason: Amtmaðurinn á Einbúasetrinu. Ævisaga Gríms Jónssonar. Iðunn 2008. Óvíst er að nafn Kristmundar Bjarnasonar sé sérlega þekkt utan hóps áhuga- manna um þjóðleg fræði eða innvígðra Skagfirðinga. Því má gera sér í hugar- lund að fáum séu ljós afrek þessa starfsama Skagfirðings á akri bókmennta og fræða. Hann hefur verið afkastamikill á sviði byggðasögu og skagfirskra fræða, skrifað Sögu Dalvíkur í fjórum bindum, ævisögu merks eyfirðings, Þor- steins í Skipalóni, og bók um Grím Thomsen, auk mikils fjölda greina um tengd efni. Við sem steyptum okkur í æsku yfir sérhverja bók Enid Blyton hugsum hlýlega til hans fyrir þýðingar á verkum bresku skáldkonunnar, en auk þeirra þýddi Kristmundur fjölmargar aðrar sígildar bókmenntir, eins og sögur Walters Scott, svo einungis einn áhrifamikill höfundur sé nefndur. Þá eru ótal- in mikilsverð óbein áhrif Kristmundar á menningar- og bókmenntalíf á Íslandi. Til dæmis naut stórskáld þeirra Skagfirðinga og þjóðskáld síðar, Hann- es Pétursson, skjóls í æsku hjá „Dænda“ eins og hann kallaði Kristmund sem var ódeigur að svara sífelldri spurningahríð bráðþroska barns um lífið og til- veruna – til að mynda um saltmagn í hverju mannstári. Á Sjávarborg hjá Kibba var líka í sveit á yngri árum annar rithöfundur af skagfirskum ættum sem síðar átti eftir að gera garðinn frægan; Arnaldur Indriðason. Og nú sendir hinn aldurhnigni fræðimaður á Sjávarborg frá sér merkilega ævisögu; Amtmaðurinn á Einbúasetrinu, um Grím Jónsson sem um árabil var amtmaður norðan og austan með aðsetur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Grím amtmann hefur ekki borið hátt í Íslandssögunni hingað til og mynd hans þar mest tengd Norðurreið Skagfirðinga 1849 sem hrópuðu hann af, og skömmu síðar gaf Grímur upp öndina. Og var lítt saknað af löndum sínum, var sagt, en Norðurreiðin hefur oft verið túlkuð í rómantísku byltingarljósi sem ávöxtur júlíbyltingarinnar í Frakklandi og hræringa á meginlandinu. Þar hafi hetju- legir bændur í sjálfsprottinni hreyfingu alþýðunnar hrópað niður illa þokk- aðan valdsmann. En málið er vitaskuld miklu flóknara – eins og Kristmundur leiðir í ljós í þessari efnismiklu, vönduðu og vel skrifuðu bók. Um Norðurreiðina er fjallað ítarlega og niðurstaða Kristmundar er talsvert önnur en hin einfaldaða, róm- antíska mynd sem fyrr var lýst. Svo virðist sem hópur skagfirskra sýslumanna og stórbokkabænda, með Gísla Konráðsson og Espólínfeðga sem prímus mót- D ó m a r u m b æ k u r TMM_3_2009.indd 135 8/24/09 3:51:40 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.