Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 11
S t a ð l e y s a n Í s l a n d o g m ý t a n u m o k k u r s j á l f TMM 2009 · 4 11 mundur okkur vera vitni að „fjörbrotum Nýja Íslands, sem ég kalla svo og lýsi á þessum blöðum og ber saman við fyrri tíð“.3 Í Nýja Íslandi setur Guðmundur fram þá kenningu að jafnaðarsáttin sem einkennt hafi íslenskt samfélag frá tímum þjóðveldisaldarinnar hafi verið rofin á síðustu tveimur áratugum með skelfilegum afleiðingum. Jafnaðarandi hefur að mati Guðmundar verið eitt af sérkennum íslensku þjóðarinnar allt frá þjóðveldisöld, en að hans mati áttu Íslendingar „erf- itt með að tileinka sér viðeigandi auðmýkt og hirðsiði“ (33–34) í sam- skiptum sínum við útlent konungsvald. Búandkarlar gerðu sig digra í þeim efnum sem konungur átti einn að ráða (34), þeir voru „höfðingja- djarfir“ (34) og gátu rakið ættir sínar allt aftur til danskra og norskra fornkonunga (36). Guðmundur vitnar í Sigurð Nordal og minnir á að í öðrum norrænum og germönskum löndum hafi bætur fyrir víg og ýmiss konar mótgerðir verið „misháar eftir stöðu manna í þjóðfélaginu“. Lagaákvæði þjóðveldisaldar um vígsbætur voru með öðrum hætti: „Hér á landi voru vígsbætur hvers frjáls manns jafnar. Í því efni var ekki gerð- ur munur á goða og húskarli“ (37–38). Nordal segir að á Íslandi hafi verið „óþjált efni í auðsveipa undirstétt“, því þar hafi ekki skort „drottn- unarvilja, en um þjónustuandann var minna. Höfðingjarnir gátu ekki innbyrt þegna sína eins og þorska af lóð. Þeir urðu að fara með þá eins og lax á færi, ýmist slaka til, draga varlega eða gefa þeim eftir línuna, svo að hún slitnaði ekki“ (38). (Myndin sem Nordal dregur upp er áhrifa- mikil, en hvorki hann né Guðmundur láta þess getið að laxinn er jafn dauður og þorskurinn eftir að hann hefur verið dreginn á land – og hvorugur virðist gefa því gaum að hér var þrælahald á þjóðveldisöld.) Segja má að grundvallarkenning Guðmundar í bókinni sé sú að jafn- aðarhugsjónin hafi glatast á tímum íslensku útrásarinnar og þar með hafi þjóðin týnt sjálfri sér. Græðgi, bruðl og hvers kyns óhóf (93–123), vald auðmanna til þess að stýra íslensku samfélagi og þjóðfélagsumræð- unni (127–60), aukinn ójöfnuður og fátækt (163–73), vörumerking veru- leikans (199) – allt séu þetta einkenni á nýja Íslandi. „Hlýtur það ekki að vera hið stóra verkefni íslenskra stjórnmála um þessar mundir að endur- heimta hana?“ (209) spyr Guðmundur um samkenndina í lokaorðum bókar sinnar. Það skapar samfélagsgagnrýni Guðmundar nokkra sérstöðu að á níunda áratugnum var hann einn helsti talsmaður frjálshyggjunnar í íslensku samfélagi, ritstjóri Frelsisins og handgenginn Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni og þeim leiðtogum Sjálfstæðisflokksins sem voru boðberar hugmyndafræðinnar er leiddi að lokum til hrunsins. Jón TMM_4_2009.indd 11 11/4/09 5:44:31 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.