Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 11
S t a ð l e y s a n Í s l a n d o g m ý t a n u m o k k u r s j á l f
TMM 2009 · 4 11
mundur okkur vera vitni að „fjörbrotum Nýja Íslands, sem ég kalla svo
og lýsi á þessum blöðum og ber saman við fyrri tíð“.3
Í Nýja Íslandi setur Guðmundur fram þá kenningu að jafnaðarsáttin
sem einkennt hafi íslenskt samfélag frá tímum þjóðveldisaldarinnar hafi
verið rofin á síðustu tveimur áratugum með skelfilegum afleiðingum.
Jafnaðarandi hefur að mati Guðmundar verið eitt af sérkennum íslensku
þjóðarinnar allt frá þjóðveldisöld, en að hans mati áttu Íslendingar „erf-
itt með að tileinka sér viðeigandi auðmýkt og hirðsiði“ (33–34) í sam-
skiptum sínum við útlent konungsvald. Búandkarlar gerðu sig digra í
þeim efnum sem konungur átti einn að ráða (34), þeir voru „höfðingja-
djarfir“ (34) og gátu rakið ættir sínar allt aftur til danskra og norskra
fornkonunga (36). Guðmundur vitnar í Sigurð Nordal og minnir á að í
öðrum norrænum og germönskum löndum hafi bætur fyrir víg og
ýmiss konar mótgerðir verið „misháar eftir stöðu manna í þjóðfélaginu“.
Lagaákvæði þjóðveldisaldar um vígsbætur voru með öðrum hætti: „Hér
á landi voru vígsbætur hvers frjáls manns jafnar. Í því efni var ekki gerð-
ur munur á goða og húskarli“ (37–38). Nordal segir að á Íslandi hafi
verið „óþjált efni í auðsveipa undirstétt“, því þar hafi ekki skort „drottn-
unarvilja, en um þjónustuandann var minna. Höfðingjarnir gátu ekki
innbyrt þegna sína eins og þorska af lóð. Þeir urðu að fara með þá eins
og lax á færi, ýmist slaka til, draga varlega eða gefa þeim eftir línuna, svo
að hún slitnaði ekki“ (38). (Myndin sem Nordal dregur upp er áhrifa-
mikil, en hvorki hann né Guðmundur láta þess getið að laxinn er jafn
dauður og þorskurinn eftir að hann hefur verið dreginn á land – og
hvorugur virðist gefa því gaum að hér var þrælahald á þjóðveldisöld.)
Segja má að grundvallarkenning Guðmundar í bókinni sé sú að jafn-
aðarhugsjónin hafi glatast á tímum íslensku útrásarinnar og þar með
hafi þjóðin týnt sjálfri sér. Græðgi, bruðl og hvers kyns óhóf (93–123),
vald auðmanna til þess að stýra íslensku samfélagi og þjóðfélagsumræð-
unni (127–60), aukinn ójöfnuður og fátækt (163–73), vörumerking veru-
leikans (199) – allt séu þetta einkenni á nýja Íslandi. „Hlýtur það ekki að
vera hið stóra verkefni íslenskra stjórnmála um þessar mundir að endur-
heimta hana?“ (209) spyr Guðmundur um samkenndina í lokaorðum
bókar sinnar.
Það skapar samfélagsgagnrýni Guðmundar nokkra sérstöðu að á
níunda áratugnum var hann einn helsti talsmaður frjálshyggjunnar í
íslensku samfélagi, ritstjóri Frelsisins og handgenginn Hannesi Hólm-
steini Gissurarsyni og þeim leiðtogum Sjálfstæðisflokksins sem voru
boðberar hugmyndafræðinnar er leiddi að lokum til hrunsins. Jón
TMM_4_2009.indd 11 11/4/09 5:44:31 PM