Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 20
G u ð n i E l í s s o n 20 TMM 2009 · 4 af svipuðum toga, en einkunnarorð hans, „Ímyndunarafl er yfirsterkara þekkingu“ (5), rættust einnig með hætti sem höfundarnir sáu ekki fyrir. Enda fór lítið fyrir íróníu sem bókmenntalegu stílbragði á árunum sem skýrslan var í smíðum.28 Jafnvel þeir sem rýna af festu í íslenskt lundarfar geta orðið tíma- tengdri íróníu að bráð. Ég hef reifað forvitnilegar kenningar Högna Ósk- arssonar geðlæknis um þá óbærilegu „vanmáttarkennd eða skömm“ sem Íslendingar hafi þurft að „fela í óaðgengilegum afkimum þjóðarsál- arinnar“, en hún er tengd tíma hinna myrku miðalda, tíma þegar „þjóð- in átti engar hetjur, engin afrek“ (21). Undir lok greinar sinnar slær Högni hins vegar varnagla. Hugsanlega hefur honum þótt atlaga sín að sjálfsmynd Íslendinga fullharkaleg. Hann veltir því upp hvort skammar- tilfinningin geti ekki einnig leitt af sér eitthvað jákvætt og svarar því svo að hún birtist „í vinnusemi og ósérhlífni þegar kemur að því að skapa eitthvað nýtt, taka áhættu“ (23). Högni gat auðvitað ekki frekar en aðrir séð fyrir að þessi „jákvæði“ þáttur, áhættufíknin, yrði Íslendingum rækilega að falli aðeins fimm árum síðar. IV. „Hvað ætlar þú þennan draum þýða?“ Í vetrarbyrjun 2008 varð mönnum tíðrætt um rof af ýmsu tagi. Trún- aður í samfélaginu hafði verið rofinn. Rof hafði myndast á milli ráða- manna og almennings, á milli auðstéttar og alþýðu, og svo komst hug- takið siðrof skyndilega í tísku.29 Ólgu- og umbrotatímar leiða gjarnan til einhvers konar rofs. Ef rofið er af hugmyndafræðilegum toga breytast þær aðferðir sem við notum til að skilja heiminn umhverfis okkur, sýn okkar á veruleikann verður önnur. Tímatengd írónía sprettur úr slíku rofi, úr því augnabliki er endaskipti verða á tilverunni og ný sannindi taka við af gömlum, þegar blekking víkur fyrir þekkingu. Rofinu má líkja við syndafall og þá bitru reynslu sem slíku falli fylgir. Þá segir ein- staklingurinn skilið við fyrri skilning sinn á tilverunni og sér eldri orð og gjörðir í nýju og írónísku ljósi. Fortíðin verður nánast að framandi veruleika. Orðræða útrásaráranna sótti ýmis af viðmiðum sínum í þrönga og upphafna túlkun á hetjubókmenntum miðalda. Í slíkri túlkun er gengið að íslenskum yfirburðum sem vísum, jafnt er kemur að líkamlegu og andlegu atgervi. Ekki er ósennilegt að þessa sögusýn megi rekja til sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga og þess þjóðernisskilnings sem birtist í ljóðlist rómantísku skáldanna á 19. öld og allt fram yfir fyrri heimsstyrjöld, t.d. í ofurmennishyggju íslenskrar nýrómantíkur og sögulegum skáldsög- TMM_4_2009.indd 20 11/4/09 5:44:35 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.