Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 30
M a t t h í a s J o h a n n e s s e n 30 TMM 2009 · 4 mestum blóma. Það er því ekki út í hött þegar hugað er að því, ef reynt er að skilgreina hina almennu afturför. Þegar ég var ungur blaðamaður var almenn þekking alþýðufólks meiri en sumra þeirra sem nú skreyta sig með háskólaprófi. Þeir vita að vísu mikið um sitt fag, margir hverjir, en búinn heilagur! eins og Elli Hólm mundi sagt hafa. Það þarf að snúa þessari þróun við. En hvernig? Það þarf að hefjast handa við ræturnar, rækta þær og veðja á krónuna. Akarnið er handa svínunum. Himinninn bíður laufs og grænna greina. Við stöndum á tímamótum í þessum efnum. Við hljótum að halda niðri í okkur andanum, þegar við hugsum um, hvernig til muni takast. Við gætum orðið viðskila við öll þau verðmæti sem dýrmætust eru hér á landi; arfleifðina sjálfa; jafnvel tunguna. Og hvað yrði þá eftir? Skiptir þá einhverju máli hver býr í þessu landi? Mér er það til efs. Nú er að koma annað bindi af ævisögu Einars Benediktssonar. Það er mikið stáss gert með það. Af hverju? Af því að þar eru upplýsingar um verðbréfabrask hans og hlutabréfaævintýri – allt nema ný og fersk sýn á skáldskap hans. Ef menn héldu að bókin fjallaði einungis um skáldskap Einars Benediktssonar, væri engin sensasjón í kringum þetta ritverk. Það kæmi út og yrði gefið á sjötugsafmælum. Allt og sumt. Það mætti segja að þessi áhugi væri svona álíka fyrirbrigði og ef við vissum það helzt um Beethoven að hann hafði hlandkopp í vinnuher- berginu sínu og engum dytti í hug að gefa út eða flytja verkin hans. Ó, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán, sagði Steinn. Hann átti við það sem ég hef nú gert að umtalsefni. Þó að hann hefði fyrir augum annan lággróður og einangraðri en þann sem við blasir nú um stundir, hvert sem litið er. Ég hlustaði um daginn á Sigurð H. Richter segja frá plöntu í regn- skógabeltinu sem sýnd var í sjónvarpsþættinum Nýjasta tækni og vís- indi. Í myndatextanum talaði hann um aðskotajurt sem reynt væri að útrýma á Hawaii, og af hverju? Jú, vegna þess að hún veður yfir allan nærliggjandi gróður og drepur hann. Þessi texti er ágæt dæmisaga um þann lággróður sem nú veður yfir allt í umhverfi okkar. Við gætum vel dregið af honum nokkrar ályktanir um menningarlandslagið í kringum okkur. Sigurður sagði m.a.: „Regnskógarnir sem þekja mikinn hluta Maui-eyju eru ólíkir þeim hugmyndum sem við gerum okkur um Hawaii; – sól, brimbretti og sandur. Í regnskógunum er fjölbreytt úrval innlendra jurta. En meðal þeirra er innrásaraðili. Það er miconian og enda þótt þetta séu ekki eðlileg heimkynni hennar, þá stefnir hún að því að ná undirtökum á svæðinu. Miconia, sem er upprunnin í Perú, hefur TMM_4_2009.indd 30 11/5/09 10:12:58 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.