Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 32
M a t t h í a s J o h a n n e s s e n 32 TMM 2009 · 4 gilda einungis á þeirri mínútu sem þær eru gerðar, í hæsta lagi á þeim sólarhring sem spurt er. Þessar kannanir segja að 39,57% af tölulegum upplýsingum séu rangar. Það er því ekki ástæða til að hlaupa eftir þessum niðurstöðum, síður en svo. Ég talaði við fréttaritara Morgunblaðsins sem hafa verið á nám- skeiði hjá okkur, það var víst á laugardaginn, og fór yfir nokkur mikil- væg atriði blaðamennskunnar, sagði undir lokin, Gleymum því aldrei að undirstaða góðrar blaðamennsku er að hlusta. Og hlusta vel. Einn helzti fjölmiðlagúrú samtímans, Larry King á CNN, hefur komizt svo að orði – ég held það sé hið gáfulegasta sem hann hefur sagt hingað til: Ég hef aldrei lært neitt, meðan ég var að tala(!) Hægt er að tala um sýndarveruleika af ýmsum ástæðum. Hugurinn flöktir við sjónvarpsskjáinn sem sýnir sjaldnast veruleikann eins og hann er, heldur eins og hann hefur verið soðinn niður, ef svo mætti segja. Oftast er það svo að við erum að upplifa niðursuðurdós. Eitthvert fólk okkur ókunnugt hefur tekið vissa þætti ákveðinna atburða og mat- reitt þá fyrir okkur, hver með sínum hætti. Hugurinn flöktir svo við þessar krásir rétt eins og fiskifluga við gamla skreið án þess vita hvað hún er; allt snýst um lyktina. Við lifum og hrærumst í reyknum en höld- um að hann sé sjálfur rétturinn. Við fáum bara það sem okkur er skammtað. Og það er sjaldnast annað en eitthvert brot, brot af atburði sem einhver velur. Við erum sem sagt mötuð. Við fáum veruleikann í skömmtum. Meðan á þessu stendur lifum við í andartökum en höldum að þessi andartök séu eilífðin sjálf; höldum að þessi sýndarveruleiki sé lífið sjálft. Samt er hann oftast liðinn, þegar við upplifum hann, rétt eins og gömul kvikmynd. En við getum tárast yfir gamalli kvikmynd, þótt hún komi veruleikanum ekkert við. Niðurstaðan er eiginlega sú að sjónvarpsupplifun er fremur eins og upplifun listrænna atvika en viðburða líðandi stundar. Við tölum um þessa viðburði eins og hverjir aðrir þátttakendur. En við erum ekki þátt- takendur þess sem gerðist í raun og veru, heldur valinna atvika sem lifa með hugsanaflökti okkar meðan á þeim stendur. Og kannski eitthvað lengur. Ef kosið er um kynþokka fólks, þá eru þeir að sjálfsögðu valdir sem hafa verið í sjónvarpi; einkum þeir sem eru í sjónvarpi meðan á kosningu stendur. Áhorfandinn þykist vera að velja af þekkingu. Hann er að velja fólk sem hann hefur haft kynni af. En það er rangt. Hann er að velja fólk sem hann heldur að hann hafi kynni af. Í fæstum tilfellum hefur hann nokkurn tíma haft nein kynni af þeim sem hann er að velja. TMM_4_2009.indd 32 11/5/09 10:12:58 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.