Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 35
Ú r d a g b ó k u m M a t t h í a s a r 19 9 9 – 2 0 0 0 TMM 2009 · 4 35 næsta gervimann“. Það má oft til sanns vegar færa, að vísu. „Þetta fólk vill vita, hvað markaðurinn segir hverju sinni, og hagar sér í samræmi við hann. Það hefur ekki innri rödd til að hlusta á og hefur ekki þraut- seigju og úthald til að ná árangri á neinu sviði“. Sjálfsagt einnig eitthvað til í því. En hitt er rangt að Halldór Laxness hafi verið einhver sérvitr- ingur sem gekk sinn grýtta og langa veg inn í þjóðarsálina. Hann var einfaldlega skáld og hafði trú á skáldskap og verki sínu. Við vitum að hann sagði að sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni. Það var ekki sérvitringur sem sagði þessi orð, heldur skáld. Það er einnig rangt hjá Jónasi að hann hafi verið talinn „snyrtilegur umrenningur“. Halldór var aldrei talinn umrenningur. Menn deildu um hann og verk hans, síðan fékk hann nóbelsverðlaun og fólk hætti að deila um hann. … Jónas Kristjánsson virðist þannig leggja allt upp úr því að einhverjir fái viðurkenningar erlendis, en ekki hinu, hvort verk þeirra eru mikil- væg sem íslenzkur menningararfur. … Einföldun er hvimleið. Hún segir hvorki hálfsannleik né heila lygi. Hún leiðir einungis hugann frá kjarnanum, ýtir undir hégómlegan metnað og afvegaleiðandi fullyrðingar. Það sem sagt er getur verið rétt, en er þó rangt með tilliti til þess sem ósagt er. … Annars finnst mér það skemmtilegast við árangur Bjarkar að hún gerir þetta allt með tilfinningu konunnar, en hún er ekkert að fara inní hlut- verk karlaheimsins. Ég held það geri gæfumuninn. … Silja Aðalsteinsdóttir sem stjórnaði athöfninni í Þjóðmenningarhúsinu sagði að Vilborg Dagbjartsdóttir fengi stundum hugmyndir að ljóðum án þess vinna þau, en „læsi þau síðan í ljóðabókum Matthíasar!!“ Þetta eru svosem ágæt hugrenningatengsl. Ég hef ekkert á móti því að vera í andlegu sambandi við Vilborgu. Í samtali okkar eftir upplesturinn sagðist hún hafa fengið hugmynd um „litla kalla“, eða tindáta eins og við strákarnir kölluðum þá og engin stríð önnur en þau sem þessir „litlu kallar“ ættu í. Síðan hefði hún lesið kvæði um þetta í einni bóka minna: Ó, að allar styrjaldir/ færu fram í barnaherbergjum! Og Vilborg trúir því að þarna séu einhver tengsl því að hún sagði að Stefán Hörður hefði fullyrt að ljóðið lægi í loftinu og það væri hending ein, í hvaða móttökustöð það hafnaði!! Þetta er skemmtileg hugmynd um bókmenntaleg áhrif og áreiðanlega einstök í menningarsögunni, en Stefán lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og trúir víst þessu hugmyndaflakki eins og nýju neti! TMM_4_2009.indd 35 11/5/09 10:12:58 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.