Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 48
M a t t h í a s J o h a n n e s s e n 48 TMM 2009 · 4 hlýju. Og sem slíkar gegna þær ærnu hlutverki, þó að þær séu hvorki listaverk né menningarsöguleg stórvirki. Það er varla nokkur dáinn fyrr en hann hefur fengið sína minningargrein í Morgunblaðinu. Hinn látni fær sína minningargrein á svipuðum forsendum og dáið fólk í fornöld fékk með sér í gröfina vopn sín, hesta, skip eða hvaðeina. Minningar- greinin er sem sagt einhvers konar veganesti; eða vegabréf. Það er yfir- lýsing um að hinn látni er ekki einn á ferð. Hann er í slagtogi með vinum sínum, kunningjum, ástvinum. Umvafinn vináttu eða kærleika. Umvafinn hlýju sem nær út fyrir gröf og dauða. Það er allt og sumt! … Enn kvöldið Vorum á fundi með fréttariturum utan af landi. Hafði gaman af Ásmundi, fréttaritara okkar í Vestmannaeyjum. Hann er frændi Einars Gíslasonar í Betel. Hann sagði okkur þá sögu af Einari að hann hefði látið epli falla af loftinu handa krökkunum og þegar nóg var komið hrópaði hann, Svona guð það er komið nóg! En eplunum rigndi áfram og þá hrópaði hann aftur, Guð minn, það er komið nóg af eplum. En ekki hættu eplin að hrynja af loftinu svo hann tók það til bragðs að kalla hástöfum, Óskar bróðir, hættu, það er komið nóg af eplum! Þá loksins hætti að rigna eplum … 5. nóvember 2000, sunnudagur … Það hefur stundum verið dýrt spaug fyrir mig að hafa stjórnað Morg- unblaðinu svona lengi, en það hefur líka verið skemmtilegt spaug eða öllu heldur mikið ævintýri. Saga Morgunblaðsins er mikil saga. Hún er öðrum þræði saga samtímans. Þetta starf mitt við Morgunblaðið hefur bæði kostað mig vini og vinsældir. Það hefur einatt verið fórnarkostn- aðurinn. En það er kannski ekkert við því að segja, þótt um mann hafi gustað. Ég hef ekki fengið neitt á silfurbakka, hvorki veraldleg gæði né metorð; né orðstír. Það sem mér hefur fallið í skaut hefur verið dýru verði keypt. Ég hef tekið margt nærri mér, en ég hef ævinlega bitið á jaxl- inn. Guð hefur ekki lagt á mig annað en það sem ég hef verið maður til að axla. Ég hef verið þakklátur fyrir það. Ég hefði ekki staðizt raunir Jobs … 12. nóvember 2000, sunnudagur Bæði Morgunblaðið og DV birta kafla úr 3ja bindi ævisögu Steingríms Hermannssonar um helgina. Í bókinni er vitnað í minnisblöð mín um myndun ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Steingrímur var spurður um TMM_4_2009.indd 48 11/5/09 10:12:59 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.