Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 57
I n n r i þ r o s k i , í m y n d o g s a m f é l a g s s á t t m á l i TMM 2009 · 4 57 En það merkilega er að ákveðinn grunnur í hugsunarhætti Kristins, sú hugmynd að hægt sé að finna stefnu og skipan sem endurspeglar trú, vonir og áform allra, er alls ekki bundin við rómantíska kommúnista eins og hann. Á meðan á hinu nýliðna góðæri okkar stóð gekk þessi hug- mynd á vissan hátt í endurnýjun lífdaga. Alveg eins og Kristinn E. Andrésson trúði því að hægt væri að leysa innri mótsagnir og stuðla að innra frelsi þjóðarinnar trúðu sumir því að hægt væri að finna innri ímynd hennar. Þessi innri ímynd átti, í stað þess að svipta burtu öllum ugg og ógleði, að gera þjóðina samkeppnishæfari. Þessi viðhorf komu skýrt fram í skýrslu um ímynd Íslands, sem gerð var árið 2007 á vegum nefndar sem Svafa Grönfeldt stýrði en forsætis- ráðherra skipaði. Þau komu reyndar ekki aðeins fram þar, þótt auðveld- ast sé að lýsa þeim útfrá ímyndarskýrslunni – í góðærinu mikla ríkti hugmynd um íslenska þjóð sem gekk ennþá lengra heldur en þjóðern- isstefna lýðveldistímabilsins. Draumur margra Íslendinga þegar lýðveld- ið var stofnað 1944 var að Íslendingar yrðu þjóð meðal þjóða – ríki sem væri jafngilt og stæði jafnfætis öðrum stærri ríkjum. Draumurinn í ímyndarskýrslunni var stærri. Hann gekk út á það að Ísland væri ekki aðeins jafnt öðrum ríkjum heldur væru Íslendingar öðrum fremri, þeir hefðu tiltekna eiginleika sem aðrar þjóðir skorti. Í ímyndarskýrslunni er þetta orðað svo: Kraftur og fjölbreytt fegurð íslenskrar náttúru er sögð endurspeglast í menn- ingarlífi þjóðarinnar og skapa henni sérstöðu. Kraftmikil atvinnusköpun, tjáningarfrelsi, öryggi og frelsi til athafna einkennir stjórnkerfi, samfélag og atvinnuhætti. Óbeisluð náttúruöflin eiga sér líka hliðstæðu í agaleysi og oft og tíðum djarfri og óútreiknanlegri hegðun Íslendinga. En þessa eiginleika ber ekki að hræðast því þeir hafa gegnt veigamiklu hlutverki í lífsbaráttu þjóðarinnar. Þeim ber að fagna og þá ber að nýta. Nefndin leggur til að kjarninn í ímynd Íslands sé kraftur, frelsi og friður. Þetta eru lykilorð sem farsælt er að byggja á jákvæða og sanna ímynd af landi og þjóð. Til viðbótar við þennan kjarna er nauðsynlegt að draga fram það sérkenni sem aðgreinir Ísland og Íslendinga frá öðrum þjóðum og aðrir geta ekki svo auðveldlega gert tilkall til. Náttúrulegur kraftur er sérkenni Íslands. Hann greinir land og þjóð frá öðrum og gefur Íslandi sérstöðu.7 Þótt hér sé vitnað í Ímyndarskýrsluna þá gerir hún í rauninni ekki annað en að láta í ljós mjög algengar hugmyndir Íslendinga um sjálfa sig. Þótt Kristinn E. Andrésson slái saman sjálfstæðisbaráttu og kommún- isma í grein sinni lætur hann á sama hátt í ljós mjög algengar hugmynd- ir um hvernig þjóðin lifi sínu lífi, þroskist og vitkist eins og um ein- stakling væri að ræða, eða hugsanlega samhentan hóp einstaklinga. TMM_4_2009.indd 57 11/4/09 5:44:38 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.