Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 61
I n n r i þ r o s k i , í m y n d o g s a m f é l a g s s á t t m á l i
TMM 2009 · 4 61
fólk þarf að stilla sig um þá að mörgu leyti fögru hugmynd að allir geti
hér eftir lifað í sátt og samlyndi; að hófsemi, góðmennska og réttlæti
muni ríkja: ljónið leiki við lambið og fuglar sveimi í friðsæld yfir bláum
vötnum.
„Aldrei oftar góðæri“ var slagorð á mótmælaskilti sem ég sá á Austur-
velli í vetur og þetta er gott slagorð. Góðærið er á sinn hátt hallæri: Það
er hallæri gagnrýninnar hugsunar og skoðanaskipta, hallæri hugmynd-
anna á tímum ímyndarsölumennsku. Og sáttmálinn sem það stuðlar að
er sáttmáli sjálfumgleðinnar.10
Greinin er byggð á erindi sem flutt var í Ríkisútvarpinu, Rás 1, í tilefni þjóðhátíðar-
dagsins 17. júní 2009.
Tilvísanir
1 Konungsríkið Ísland varð til 1. desember 1918 þegar dönsk-íslensku Sambandslögin tóku gildi.
Samkvæmt þeim var Ísland fullvalda ríki sem deildi þjóðhöfðingja með Danmörku. Því var
fyrsti þjóðhöfðingi íslensks ríkis Kristján X. Konungar Íslands urðu ekki f leiri því Kristján
ríkti fram yfir stofnun lýðveldis á Íslandi.
2 Vilmundur Gylfason fjallaði um deilu lögskilnaðar- og hraðskilnaðarmanna í útvarpserindi 6.
apríl 1980. Erindið var birt í Tímariti Máls og menningar 70. árg. 1. hefti, 2009, bls. 72–95. Þó
að Vilmundur beini athyglinni ekki að þeim þætti lýðveldisstofnunarinnar sem ég fjalla um
hér, er deilan sem hann lýsir af sömu rót runnin.
3 Sjá t.d. ummæli Eiríks Tómassonar (Nú er lag, Fréttablaðið 14. febrúar 2009). Enda hefur hug-
myndin um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar komið upp reglulega frá lýðveldisstofnun.
Hugtakið „stagbætt f lík“ hefur stundum heyrst í umræðunni, sömuleiðis „bútasaumur“ þegar
menn hafa viljað benda á að stjórnarskráin hafi ekki verið samin frá grunni fyrir Lýðveldið
Ísland heldur sé hún afurð margra breytinga á plaggi sem sé útlent í grunninn.
4 Skrif Þjóðviljans eru ágætt dæmi um þessa tegund af málflutningi, sjá leiðara blaðsins 21. maí
1944 (Verndarar níðingsskaparins) og forsíðugrein sem haldið er áfram inni í blaðinu á bls. 5
(Hannibal setur met. Furðulega bjálfaleg og ábyrgðarlaus skrif um utanríkismál Íslands).
5 Kristinn E. Andrésson, Nýr áfangi. Tímarit Máls og menningar 6. árg., 2. hefti 1944, bls. 155.
6 Sama heimild, bls. 156.
7 Svafa Grönfeldt ofl. Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna. Skýrsla nefndar. Forsætisráðu-
neytið 2008. Skýrsluna má nálgast á vef forsætisráðuneytisins: www. http://www.forsaetis-
raduneyti.is/utgefid-efni/.
8 Sjá Viðskiptaþing: Ísland 2015. Ritstj.: Þór Sigfússon, Davíð Þorláksson, Erla Ýr Kristjánsdóttir,
Halldór Benjamín Þorbergsson, Halla Tómasdóttir og Sigríður Á. Andersen. Reykjavík, 2006;
Hugarflæðisfundur Vísinda- og tækniráðs var haldinn í Reykholti 17.–18. janúar 2006 með
þátttöku um 50 manna hóps úr háskóla- og rannsóknasamfélaginu á Íslandi. Niðurstöður fund-
arins skiluðu sér að einhverju leyti inn í stefnumótun Vísinda- og tækniráðs sem samþykkt
var vorið 2006. Sjá „Tillögur til nýs Vísinda- og tækniráðs vegna stefnumótunar fyrir tímabilið
2006–2009“, birt á vefsíðu Vísinda- og tækniráðs, http://www.vt.is/skyrslur-og-greinargerdir/.
9 Þór Saari sagði þetta í Kastljósi sjónvarpsins eftir að Icesave-samningurinn var lagður fram, 5.
júní 2009.
10 Vilborg Sigurðardóttir og Guðni Elísson fá bestu þakkir fyrir hjálp og ábendingar við frágang
greinarinnar.
TMM_4_2009.indd 61 11/4/09 5:44:39 PM