Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 62
62 TMM 2009 · 4 Kristín Eiríksdóttir Bakvið fossinn Það versta er liðið, hugsar maðurinn oft til þess að róa taugarnar þegar hann liggur á einbreiðu rúmi sínu og dagurinn gerist utan við þykkar léreftsgardínur. Þegar næturvaktinni er lokið og hann liggur loksins í rúminu sínu, sem hann hefur þráð svo lengi. En taugarnar eru þandar. Hugurinn leikur sér að honum, stjórnlaus og stór, miklu stærri en maðurinn sjálfur og hugurinn ræður ríkjum í smáu lífi mannsins. Það versta er liðið, hugsar hann, nokkuð sem hann getur með engu móti vitað. Maðurinn er fjörutíu og fimm ára gamall. Í fjörutíu og fimm ár hefur hold hans ráfað um jörðina, það hefur stækkað og minnkað, gildnað og grennst utan um stífnandi beinagrindina og augun sem stöðugt halda áfram að horfa, svona sakleysislega og svolítið sár úr umgjörð sinni. Í fyrstu lærði maðurinn heil ósköp. Hann lærði að ganga og tala, hirða um sig sjálfur, afla sér matar og þess sem hann þurfti, gekk í skóla þar til honum fannst komið nóg, gifti sig annarri sál og fjölgaði sér með henni, bjó til barn. Svo hafði hann skilið sig frá konunni, yfirgefið barnið og haldið áfram einsamall. Frá skilnaðinum voru liðin tíu ár, sem maðurinn hafði notað sumpart til að læra meira. Hann sótti um störf og vonaði eitthvað óljóst sem aldrei varð að neinu því óljóst er ekki nóg fyrir örlögin að vinna úr. Herbergið með rúminu einbreiða, þar sem maðurinn liggur á morgn- ana og þjáist af vanafestu, er staðsett í blokkaríbúð í úthverfi ónefndrar borgar. Á veggjunum fjórum hanga kvikmyndaplaköt, á hillusamstæðu úr svörtum plasthúðuðum spóni sitja dvd-diskar, spilari og sjónvarp. Á gólfinu er haugur af fötum mannsins sem hann hefur aldrei lært að raða af virðingu í klæðaskáp. Þegar maðurinn vaknar um fjögurleytið síðdegis fær hann sér að TMM_4_2009.indd 62 11/4/09 5:44:39 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.