Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 69
TMM 2009 · 4 69
Úlfhildur Dagsdóttir
Áttræður Tinni á ferð og flugi
Síðustu vikuna mína í Berlín geysar þrumuveður alla eftirmiðdaga. Ég
passa uppá að vera komin tímanlega heim og hreiðra svo um mig í sóf-
anum og horfi út um háa gluggana. Á fóninum er Blixa Bargeld að
syngja „Somewhere Over the Rainbow“ sinni ljúfu röddu og ég les bók
um Tinna og leyndardóma bókmenntanna, enda er söguhetjan áttræð í
ár. Af og til lýsist stofan upp af eldingum og myrkvast svo aftur í dynj-
andi rigningu sem í bland við þrumurnar fellur fullkomlega að Berlínar-
pönki Einstürzende Neubauten – hinna Hrynjandi Nýbygginga. Þannig
séð gæti ég alveg verið stödd í Tinnabók; Blixa er þá Vaíla Veinólínó og
sjálf er ég auðvitað Kolbeinn kafteinn, halla mér ákveðið að flöskunni
(reyndar rommi en ekki viský) og slæ um mig á slæmri þýsku. Í skran-
búðinni á þarnæsta götuhorni er hægt að kaupa kristalskúlur, allavega
sjö. Og á þaki ruslagámanna í portinu liggur ber barbídúkka sem ein-
hver hefur hent eða misst niður. Ég er viss um að það er sænska vampýr-
an sem býr bakvið byrgða glugga beint á móti mér. Stundum sé ég henni
bregða fyrir á kvöldin. Hún líkist dálítið sígaunastelpunni sem villist í
skóginum við sveitasetur Kolbeins. Ég held að hún lifi á nágrönnum
sínum, á hverju kvöldi fækkar ljósum í gluggunum sem snúa hingað út
í portið.
Barn Tuttugustu aldarinnar
Berlín var fyrsti viðkomustaður hins víðförla Tinna, því að þegar hann
lagði leið sína til Sovétríkjanna kom hann við í Berlín. Að vísu voru
aldrei neinar vampýrur í Tinnabókunum, það verður að játast, en hins-
vegar var Hergé alls ekki frábitinn hinu yfirnáttúrulega, þrátt fyrir að
lausnirnar á Tinnagátunum séu yfirleitt frekar röklegar. Í bókum hans
má finna vúdú, andstyggðar snjómann, berdreymi og fljúgandi munka,
TMM_4_2009.indd 69 11/4/09 5:44:39 PM