Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 72
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 72 TMM 2009 · 4 talblöðrur sem lýsa slagsmálum en í þeim þriðja er alger þögn, bara svartur ferningur. Í Tinni og stafrófslistin, ókláraðari bók sem Hergé dó frá, er fjallað um myndlistarheiminn en Tinni og reyndar Hergé sjálfur voru báðir viðfangsefni pop-listamannanna Andys Warhol og Roys Lichtenstein. Þetta gladdi Hergé mjög en vakti hann líka til umhugs- unar: að sögn Toms McCarthy hitti hann Andy Warhol og spurði hann hvort líta mætti á Tinnabækurnar sem pop-list? Warhol svaraði því víst engu og allt gefur þetta tilefni til vangaveltna um mörk og múra mynd- listar og myndasögunnar.5 Á sýningu í Quebec-borg, hjarta frönskumælandi hlutans í Kanada, var listfengi Hergés dregið fram á áhrifaríkan hátt. Sýningin fjallaði um Suður-Ameríku-bækurnar, aðallega Sjö kraftmiklar kristalskúlur og Fangana í Sólhofinu (í tímaritum frá 1943–47, á bókum 1948 og 1949). Þar mátti meðal annars sjá múmíu eins og þá sem kastar kúlunum, bún- inga, vúdúdúkkur og fleiri muni sem finna má í bókunum, nákvæmlega útfærða af Hergé. Bakgrunnur sýningarinnar voru svo stakir mynd- rammar sem höfðu verið stækkaðir þannig að þeir þöktu heilu veggina og þar birtist ljóslifandi hæfileiki höfundarins í myndbyggingu og slá- andi færni í að skapa stemningu og frásögn í einföldum dráttum. Leyndardómur bókmenntanna Tom McCarthy getur ekki alveg gert upp við sig hvort Tinni tilheyri bókmenntum eða ekki. Í bók sinni Tintin and the Secret of Literature (2006) ræðir hann Tinnabækurnar útfrá spurningum um bókmenntir og þrátt fyrir að hafna því að hægt sé að kalla Hergé rithöfund (heldur eitthvað mun flóknara, sem felur í sér vinnu með miðil sem á sér sjálf- stæða tilveru mitt á milli teikninga og skrifa),6 þá ræðir hann bækurnar útfrá kenningum um bókmenntir og ber saman við nokkur stærri nöfn bókmenntastofnunarinnar eins og Shakespeare, Austen og Balzac. Hann bendir á hversu auðugar bækurnar eru í útfærslum sínum á pers- ónum og ræðir sérstaklega hvernig Hergé nær að fanga ótrúleg blæbrigði með sínu fasta persónugalleríi sem samanstendur af Kolbeini kafteini, Vandráði prófessor, Skapta og Skafta og svo auðvitað Konunni, með stórum staf, Vaílu Veinólínó. Kolbeinn er andstæða Tinna og stendur fyrir allar þær ýkjur og allan þann hóglifnað sem Tinni leyfir sér aldrei (en Hergé átti hinsvegar til), Vandráður er frábær blanda af kómedíu og snilligáfu og Skapti og Skafti eru hinar fullkomnu revíupersónur, auk þess að vera sérlega vel til þess fallnir að undirstrika hvað Tinni er klár: allt sem þeir eiga að geta og geta ekki, getur hann. Vaíla er svo Konan, TMM_4_2009.indd 72 11/4/09 5:44:40 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.