Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 81
TMM 2009 · 4 81 Þorsteinn Antonsson Um hughvörf á höfundarferli Elías Mar rithöfundur (1924–2007) eftirlét Landsbókasafni Íslands mikið af rituðum gögnum frá höfundarferli sínum. Þar á meðal eru heimildir um skipti hans og útgefanda hans, Ragnars Jónssonar í Smára, á sjötta áratug síðustu aldar sem gerðar verða að umtalsefni með þessari samantekt. Fjórar skáldsögur Elíasar komu út hjá bókaútgáfunni Helga- felli á vegum Ragnars á árunum 1946 til 1959. Mönnum hefur sýnst sem svo, að orðið hafi afdrifarík sinnaskipti hjá Elíasi eftir útkomu Sóleyjar- sögu 1959, þegar höfundurinn var hálffertugur. Með þeim gögnum sem nú liggja fyrir er hægt að varpa ljósi á það úrlausnarefni þótt kunni að vera að málefnið verði ekki tæmt að sinni. Veturinn 1949–50 var Elías við bókmenntanám í University College í London. Hann hafði hafið námið nokkru fyrir áramótin. Þá hafði Ragnar Jónsson gefið út tvær skáldsögur hans, Eftir örstuttan leik 1946 og Man eg þig löngum 1949. Þriðja skáldsaga Elíasar lá tilbúin til útgáfu hjá Helgafelli og kom út haustið 1950. Hið mikla rit hans Sóleyjarsaga kom út í tveimur hlutum hjá sama útgefanda, 1954 og 1959. En eftir það komu út eftir sama höfund aðeins ein smásagnabók og þrjár ljóðabækur uns höfundurinn lést 2007. Önnur forlög sáu um þær útgáfur. Þann 14. janúar 1950 var komið að Elíasi að greiða skólagjöldin við hinn enska skóla. Hann hafði fengið heimild til gjaldeyrisyfirfærslu sem nauðsynlegt var á þessum tíma ef breyta átti íslenskum peningum í erlenda en var blankur. Hann ritaði Ragnari bréf með þessari dagsetn- ingu og mæltist kurteislega til þess að Ragnar borgaði sér fyrir skáldsög- una óbirtu, Vögguvísu, sem hann gerði ráð fyrir að Ragnar gæfi út, enda taldi hann Ragnar útgefanda sinn. Þá hafði Vögguvísa legið hjá útgáf- unni í handriti frá því í nóvember árið áður og ósvarað var um útgáfuna. Ragnar svaraði ekki bréfinu. Elías ítrekaði bón sína með bréfi 15. apríl. Nokkrum dögum síðar, fyrsta sumardag, svaraði Ragnar með eftirfar- andi bréfi: TMM_4_2009.indd 81 11/4/09 5:44:41 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.