Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 83

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 83
U m h u g h v ö r f á h ö f u n d a r f e r l i TMM 2009 · 4 83 Elías Mar verði „maður dagsins“ á bókamarkaðinum, af þeirri einföldu ástæðu, að sú bið getur orðið nokkuð löng. Þú virðist ekki hafa mikla trú á því að saga mín verði talin skemmtileg eða sérlega merk. Ég er annarrar skoðunar. Ég held, að þú hafir ekki lesið sögukornið vel. Að minnsta kosti bendir það ekki á vandaðan lestur að þú skulir geta farið vitlaust með nafnið og kallað hana Þjóðvísu. Nafn sögunnar eins og það er, er það mikið atriði, að ég held það sé vandi að hlaupa fram hjá því við yfirlestur hand- ritsins. Hins vegar skil ég, að þú hafir það mikið að gera, að þú megir ekki vera að því að lesa handrit vandlega, enda er það eina afsökunin sem ég finn fyrir þig. Úr því ég er farinn að skrifa þetta langt mál á annað borð, finnst mér ekki úr vegi að ég geri svolitla grein fyrir afstöðu minni til fyrri skáldsagna minna. Þú hefur sjálfsagt tapað á þeim báðum, eða a.m.k. vona ég, að svo hafi verið. Sé svo, þá hefi ég ekki tapað síður. Fyrri sagan „Eftir örstuttan leik“, var þó að miklu leyti skrifuð með það fyrir augum, að væntanlegur útgefandi gæti sett hana á þrykk án þess að eiga á hættu stórkostlegt tap. Þetta var týpískt byrjandaverk, endaþótt ýmsum þætti það frum- legt á köflum. Það var mest að þakka því, að ég hafði lesið bækur, sem ekki höfðu verið þýddar á íslenzku og íslenzkir lesendur ekki þekktu dauninn af upp úr blaðsíðunum, þar af leiðandi. – Stærsti galli bókarinnar var sá, að hún var aldrei hreinrituð í heild. Ég tel mig hafa sloppið tiltölulega vel, enda þótt ég hinsvegar vandaði mig með suma kaflana, t.d. þann fyrsta og síðasta. Um seinni söguna „Man ég þig löngum“, er það að segja fyrst og fremst, að hún var skrifuð að mestu leyti á undan hinni. Ég gerði uppkast að henni, þegar ég var innan við tvítugt; og það var að miklu leyti uppgjör við unglingsár mín, endaþótt ég vitandi vits tæki aðeins einn þátt af sjálfum mér í persónuna Halldór Óskar Magnússon, ef til vill lakasta þáttinn, hinn passíva, ljósvíkingslega og stefnulausa dreng, sem ég sjálfur var allt fram til tvítugs. Sumarið og haustið 1946 vann ég svo að þessum drögum úti í Kaupmannahöfn með það fyrir augum að geta sent hana í verðlaunasamkeppni Menningarsjóðs fyrir áramótin. Þegar ég hafði lokið henni um miðjan desember, fannst mér ég hafa skriftað. Mér fannst ég geta lagzt rólega útaf, án þess að skrifa meir. Ekki vegna þess, að mér þætti sagan svona góð, heldur vegna hins, að ég fann, að ég hafði lagt að baki nauðsynlegan áfanga. Ég vissi, að ég myndi aldrei skrifa sögu framar, sem væri laus við allt samband við heildina, fólkið, tímann. Ég myndi aldrei framar eyða pappír í þankabrot um sjálfan mig, án sambands við fjöldann. Þar af leiðandi markaði sagan tímamót í þroska mínum, tímamót, sem „Eftir örstuttan leik“ hafði enga aðstöðu til að marka. „Man ég þig löngum“ mun einhvern tíma verða talin merkilegri bók en hún er talin nú. Fólk mun lesa hana út frá öðrum sjónarmiðum en hingað til. Helzti galli hennar er sá, að hún er ívið langdregin. – Þó er hin tilbreytingalitla frásögn, hægi, natúralistiski stíll o.s.frv. í eðlilegu sambandi við hið tragiska í gerandi sögunnar, endaþótt ég hafi löngum verið andstæður natúralisma í bókmenntum, teoretiskt. Sú stund mun koma, að þér verður ekki legið á hálsi fyrir að hafa gefið hana út, heldur hið gagnstæða. Þú segist hafa „skrökvað upp á hana margskonar girnilegum verðleikum“. Má vera, að þú hafir gert það prívat. Svo mikið er víst, að þú auglýstir hana ekki frekar en aðrar bækur, sem þú gafst út um svipað leyti, og TMM_4_2009.indd 83 11/4/09 5:44:41 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.