Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 85
U m h u g h v ö r f á h ö f u n d a r f e r l i TMM 2009 · 4 85 – – – Ég held ég hafi ekki fleiri orð um „Vögguvísu“ eða sjálfan mig í þetta skiptið. Ég hef fundið mig knúinn til að segja þér það sem ég hefi skrifað hér. Ég hef verið hreinlyndur við þig og sagt þér meiningu mína. Ég tel það skaða, að við höfum ekki getað kynnzt meira persónulega. Samband og samvinna milli bóka- úgefenda og rithöfunda þarf að vera sem bezt og þéna þeim tilgangi einum, að bókmennir þjóðarinnar dali ekki, heldur vaxi. Til þess þurfa rithöfundar að geta menntazt og unnið tiltölulega áhyggjulausir – og bókaútgefendurnir að koma til móts við þá eftir ástæðum. Það fylgir því töluverð ábyrgð að vera bókaútgefandi á Íslandi. Og þetta segi ég ekki vegna þess að ég haldi, að ég þurfi að segja þér það, heldur vegna hins, að mér er einnig ljós sú ábyrgð sem fylgir því að vera rithöfundur eða ætla að verða það. – – – Þú vilt fá að vita, hvað „málverkið“ kostar. Gott og vel. Það er bezt ég snúi mér að því að lokum, því upphaflega skrifaði ég þetta bréf til þess að svara þeirri spurningu. Það er ærið margt sem þarf að taka til greina, þegar skáldsögur eru verðlagðar í handriti, hvort heldur þær eru eftir unga höfunda eða gamla. Og ég ætla mér ekki að telja það upp. Ég hef hugsað málið undanfarna daga, síðan ég fékk bréf þitt, og komizt að þeirri niðurstöðu, að ég geti ekki ætlað minna verð fyrir handritið en 10000 krónur. Sæmilegt verð myndi ég telja fimmtán þúsund. En sökum þess, að peningarnir eru mér einskisvirði móts við hitt, að sagan komi út, þá gef ég þér hér með leyfi til að gefa skáldsöguna út í fyrstu útgáfu, án endurgjalds til mín, þó með því skilyrði, að hún komi á markað ekki síðar en fyrir næstu jól. Þú heldur kannski, að ég sé að gera að gamni mínu, eða ég sé jafnvel að gera tilraun til að móðga þig. Ef þú móðgast af þessu tilboði, þá fæ ég náttúrlega ekkert við því gert. En tilgangur minn er ekki sá. Ég geri þér þetta tilboð í fullri alvöru, eins og ég hefi skrifað þetta bréf í heild, í trausti þess, að Halldór Laxness hafi haft rétt að mæla, er hann sagði við mig fyrir nokkrum árum, að þú værir sá eini í hópi bókaútgefenda á Íslandi, sem væri „talandi við“. Með kærri kveðju. Þinn einl. (Sign.) Rúmum mánuði fyrr en bréf þetta var ritað segist bréfritarinn í öðru bréfi til góðvinar síns Jóns Óskars skálds vona að hann geti dvalið í London sem lengst og einnig í sama bréfi: „Loksins kvað ég vera búinn að fá eitthvert gjaldeyrisleyfi heima. En þá á ég aungva peninga til að borga það með. Ragnar í Smára bregst mér. Hann er einn krímínal, sá maður.“ Síðar í bréfinu til Jóns Óskars, sem þá var heima á Íslandi, ritar Elías: TMM_4_2009.indd 85 11/4/09 5:44:41 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.