Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 88
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 88 TMM 2009 · 4 Sóleyjarsögu út á þann hátt, að engu er líkara en hann skammist sín fyrir hana? Eða: Hvers vegna auglýsir Ragnar ekki Sóleyjarsögu? Í öðru lagi: Hvaða skýringu á ég að gefa mönnum eins og t.d. Sigurði Nordal, próf. Jóni Helgasyni? Ég hafði lofað þeim, að ég skyldi senda þeim áritað eintak af þeirri útgáfu bókarinnar sem kæmi út í einu bindi (hina útgáfuna er maður auðvitað ekki þekktur fyrir að gefa.) Á ég að segja þeim, að allt strandi á prent- smiðju og bókbandi, eins og ég hef reynt að segja við flesta aðra hingað til? Eða á ég ekki láta heyrast frá mér bofs? Í þriðja lagi: Getur hugsazt, að hin algjöra þögn um Sóleyjarsögu í blöðum og tímaritum stafi að einhverju leyti af því, að forlagið hafi ekki sent hana slíkum aðilum til umsagnar? Eða er bókin svona hræðilega slæm, óaktúel, að menn séu að gera mér „vinargreiða“ með því að þegja um hana? Hvert er þitt svar? Í fjórða lagi: Getur allt þetta framanskráða stafað af því, að ekkert hafi verið fyrir bókina gert; hún hafi ekki verið gefin sómasamlega út, lítið sem ekkert verið auglýst og alls ekki send neinum gagnrýnanda fremur en hún hefði verið þrykkt upp á grín? Við skulum alveg sleppa þeirri vinnu, sem á bak við hana liggur, því sú vinna er mér í senn ánægja og skóli og beinlínis lífsfylling meðan á henni stóð. Sömuleið- is vil ég taka það fram, að peningaupphæðin fyrir handritið var mér aukaatriði sem slík; ég var ekki óánægður með prísinn og hefði aldrei orðið, hversu lágur sem hann hefi verið. En hitt viðurkenni ég, að ég hef ekki verið allkostar ánægð- ur með frammistöðu þína að öðru leyti sem útgefanda hennar. Þess vegna hef ég stundum átt bágt með að svara spurningunum hér að framan, bæði í einrúmi og í viðurvist annarra. Rithöfundur getur undir ýmsum kringumstæðum orðið ótrúlega varnarlaus. Ekki fyrst og fremst gagnvart beinum andstæðingum, sem veitast að honum í ræðu eða riti og ganga hreint til verks. Þeim er tækifæri til að svara, ef höfund- urinn getur eða nennir. Varnalausastur er hann þegar hann verður fyrir algjörri þögn; kæruleysi, afskiptaleysi, ómótíveruðum svikum. Mætti ég þá heldur fyrir mitt leyti biðja um rjúkandi skammir, prívat eða opinberlega. Menn sem koma fram við mann, eins og sleipir álar í myrkri – það eru ekki menn, sem maður veit hvar maður hefur. Þar er alveg sama, hvort um er að ræða gagnrýnendur, bókaútgefendur, kollega eða aðra. Og þetta segir ég þér með fullri virðingu fyrir álnum sem skepnu. Fremst í þessu bréfi viðhafði ég orðið impresario. Það var ekki út í bláinn gert. Útgefandi er höfundinum það sem impresario er hljómlistarmanni eða leikara. Í rauninni er hvorki mitt né þitt að dæma um það, hvort viðeigandi er, að ég ávarpi þig með þessu orði. Áður en þessu tilskrifi lýkur, ætla ég að víkja að atriði, sem ég hef áður minnzt lítillega á hér að framan. Það er heilsa mín. Þegar ég segi þér, að hún er einatt miður góð, þá er það ekki gert til að vekja hjá þér meðaumkun, heldur er um að ræða eitt af því sem ég nefni í upphafi bréfsins til staðreynda. TMM_4_2009.indd 88 11/4/09 5:44:41 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.