Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 90
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 90 TMM 2009 · 4 Á þessum árum las Elías prófarkir fyrir Helgafellsútgáfu. Stundum með engum fyrirvara. Hann var þekktur meðal höfunda og annarra mennta- manna fyrir færni sína í að taka á sig ham textahöfundar við lesturinn og þar með gegnumlýsa textann, afhjúpa veilur hans og agnúa í þágu höfundarins. Ekki var þá alltaf spurt um greiðslur fyrr en að verkslok- um. Um það bil áratugur var liðinn síðan Ragnar skrifaði upphafsbréf þessarar samantektar þegar þar kom að Elías ritaði eftirfarandi bréf, það síðasta frá honum til Ragnars sem varðveitt er í bréfasöfnum þeirra. Elías hefur þegar hér var komið verið að rita kauplaust og á eigin vegum ævisögu vinar síns Þórðar Sigtryggssonar (1960–65) sem enn hefur ekki komið út á prenti: Ragnar minn góður! Ertu alveg búinn að gleyma mér, ertu eitthvað fornermaður út í mig, eða ertu bara svona illa staddur – eins og ég? Hvað kemur til, að þú hvorki hringir í mig né svarar línum, sem ég sendi þér? Ég veit þetta er alltsaman mjög erfitt, a.m.k. öðrum þræði. Það er erfitt þegar maður les skattaseðilinn sinn og þessháttar, og eins þegar við lesum leiðinlega hluti í dagblöðunum. Ja, þá er lífið erfitt, maður minn! Samt megum við ekki gleyma einu: að til er afskaplega mikið af góðri list, í ýmsum myndum, og menn eru alltaf að framleiða góða list hér og hvar í heiminum. Þetta er mjög gleðilegt, og maður gleymir öllum skattskýrslum, „Vettvöngum“, „Austrum“ og hvað það allt heitir þegar maður hlustar á góða tónlist; sama hvað þetta er pent skrifað eða fyndið. Þess vegna skulum við láta liggja vel á okkur og ekki vera fornermeraðir nema í hófi. Í rauninni er þetta nefnilega alls ekkert erfitt. Sannleikurinn er þó sá, að ég hef dálítið velt því fyrir mér, hvort þú værir eitthvað móðgaður út í mig. Hef ég kannski sent þér reikninginn á eitthvað um of „ópersónulegan“ og „kuldalegan“ hátt? Var reikningurinn eitthvað vitlaus frá minni hendi? Eða átti ég kannski aldrei að senda neinn reikning? Ég hef velt þessu fyrir mér, en ekki komizt að niðurstöðu. Kannski þú haldir, að mig muni ekkert um að láta þetta dragast. Kannski ertu líka alveg peningalaus, rétt eins og ég, og það finnst mér nú sennilegast af þessu öllu. Við verðum að þola slíkt, sem stöndum blýfast á einstaklingsframtakinu okkar, ég tala nú ekki um ef við eigum hugsjón, einsog t.d. þá að skrifa bók eða forleggja bók, sem hvort tveggja er jafn brjálað og öldungis óafsakanlegt á okkar köldu tímum. Ef þú nú ekkert lætur frá þér heyra, þá veit ég satt að segja ekki, hvað ég á að taka til bragðs. Ég get víst ekki mikið gert. Ef þú vilt láta sem ég sé ekki til, þá biðst ég afsökunar á því, að ég skuli vita, að þú ert til. Bezt væri þá að við vissum hvor- ugur af hinum. En það væri reyndar eitt af þessu erfiða að gleyma slíku, jafnvel á meðan maður hlustaði á góða tónlist. Sem sagt: Þú átt næsta leik, og ert reyndar búinn að eiga hann lengi. Ef þú vilt við séum skildir að skiptum, þá biðst ég afsökunar á því, sem ég kann að hafa gert á hluta þinn og jafnframt á því, sem ég kann að hafa sagt vel um þig. Með kveðju (Sign.) TMM_4_2009.indd 90 11/4/09 5:44:42 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.