Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 92
92 TMM 2009 · 4 Jóhann Þórsson Messuvín og myrkur Hann strýkur upp eftir læri konunnar á meðan hann bíður eftir að hún segi eitthvað. Í herberginu er myrkur, tunglsljós lýsir upp snjóinn og fjallið í fjarska en kemst ekki inn um gluggann. Herbergið er lítið, ekk- ert nema rúm sem brakar í og skápur, fullur af fötunum hennar. Hún tekur um höndina og stoppar hann. „Þú kitlar mig.“ Hann dregur höndina að sér, eins og hann sé skyndilega feiminn. „Hvað gera annars prestar sem hætta að trúa?“ spyr hann. Kuldinn er kominn yfir hann, læddist rólega að honum en nú er ekki hægt að hunsa hann lengur. Þórður teygir sig í sængina, tekur hana upp af gólfinu og leggur yfir sig. Heldur kuldanum frá. Hylur nektina. „Prestar sem hætta að trúa? Eru þeir ekki eins og skipstjórar sem ekki finna fisk?“ Hún snýr sér að honum, þessum manni sem liggur stundum hjá henni. Hann er með meira skegg núna en í hin skiptin. Í myrkrinu er allt svarthvítt, þó ekkert alveg svart og ekkert alveg hvítt. Þúsund útgáfur af gráu. Augu hans eru dökk, næstum svört, andlitið ljósgrátt og hárið einlitt í myrkrinu, ljósleysið dylur gráu hárin. „Nei. Það er ekki alveg rétt líking,“ leiðréttir hún. „Meira eins og íþróttamaður sem er ekki í formi. Kannski.“ „Og ef ég segði þér að ég væri að missa trúna? Myndirðu segja mér að hætta? Fyndist þér rangt af mér að predika áfram?“ „Nei,“ segir hún. „Ef þú hættir þá ferðu eitthvað annað, ferð frá mér.“ Hann snýr sér frá henni og horfir á gólfið. Á gólfinu, upp við vegginn, er búið að stilla upp mynd af Jesú. Hann stendur við klettabrún í eyði- mörk og við hlið hans er skuggi í formi manns. Í myrkrinu virðist Jesús ekki síður vera úr skugga en hvíslarinn við hlið hans. Þórður horfir á myndina og hugsar um daga Jesú í eyðimörkinni, um freistingar. Ætli TMM_4_2009.indd 92 11/4/09 5:44:42 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.