Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 95
M e s s u v í n o g m y r k u r TMM 2009 · 4 95 er kertið helmingi minna en það var þegar hann opnaði flöskuna. Hann hafði horft út um gluggann og látið tímann líða, frestað lífinu um stund en stendur nú upp og gengur út úr stofunni, logandi kerti og opin flaska. Það brakar í svefnherbergishurðinni þegar hann ýtir henni upp. Þarna liggja þær hreyfingarlausar, ástin og trúin saman í kvenlíkama sem hafði eitt sinn að geyma konu hans. Við hlið líkamans er hjólastóll, aðeins notaður til að ferja búk sem ekki hlýðir á milli herbergja. Ein- hvers staðar í búknum er konan hans, og horfir út. Guð hafði hvorki bjargað henni né tekið á móti. Hann lét hana afskiptalausa, var alveg sama. Ef hann var þá til. Þórður tekur nú skref inn og finnur tár renna niður vangann. Hann sér hana greinilega, eins og frá henni stafi eitthvert innra ljós. Hann tekur annað skref og dregur andann í myrkrinu, finnur lykt af vorinu, þó á milli þeirra séu margir mánuðir af myrkri og kulda. Það liggur samt þarna inni, liggur í líkama Þórðar, liggur í loftinu í herberginu og nálgast. Hann sest á rúmið, snýr bakinu í líkamann og leggur andlit sitt í hendurnar. Hann hristist aðeins, einn kippur. Síðan fellur hann á hnén, hendurnar upp í loft, bakið beint. Hann heyrir sjálfan sig tala, en veit ekki hvað hann er að segja. Svo liggur hann á gólfinu og snöktir. Hann reisir sig við, stendur upp. Hann snýr sér að henni og skríður upp í rúmið. Hún liggur á bakinu, augun lokuð og andardrátturinn jafn. Hún andar alltaf jafnt, en talar aldrei. Blikkar reglulega, en hreyfir ekki augun. Einhvern tíma hafði Þórður þóst sjá tár myndast í augum henn- ar, en var ekki viss um að það hefði í raun gerst. Hann hefur staðið sjálfan sig að því, oftar en einu sinni, að óska þess að hún hefði fengið að deyja í slysinu. Hann lyftir nú sænginni af henni. Hún er horuð, vöðvarnir að verða að engu, rifbeinin sýnileg þegar hann baðar hana. En hún er falleg. Ein- hvers staðar í þessum fallega líkama er ástin hans, trúin hans. Faldar og brotnar eins og líkaminn. Hann tekur um höfuðið á henni og kyssir á ennið, strýkur mjúklega yfir augun og hvíslar að henni. Hann snýr henni við, á magann, og lyftir bolnum upp, dregur buxurnar niður. Hann strýkur höndunum upp og niður eftir bakinu, ástríðufullt, og heyrir sig tala. Hann snýr undan í smástund, sækir nuddolíu af náttborði, en það er nóg. Hann missir af því þegar bakvöðvar titra á ný, eins og ungbarn sem reynir að ýta hnettinum niður, áður en það lærir að reisa sjálft sig upp í staðinn. TMM_4_2009.indd 95 11/4/09 5:44:42 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.