Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 97
TMM 2009 · 4 97
Jeramy Dodds
Tvö ljóð
LJón vinnuvikunnar
Þetta var árið sem ég gerðist áskrifandi að fáránlega
mörgum tímaritum. Ljónin voru alls staðar.
Ljón á tambúrínum, ljón í hliðvarðarskýlinu, ljón
uppi í erminni á biblíu-svörtum kjólnum þínum, hægt var að stilla
klukkuna
eftir öskrunum, hristir fjötrar og klingjandi klór
á harðviðargólfinu þreyttu eyru þín, vofur
ljóna feðruðu börnin okkar, ljón stráanna,
Barnum & Bailey-tegundir, við krupum fyrir bjúgsverðsörinni
á brjósti temjarans þegar skósveinarnir leiddu fram ljón eftir ljón,
ljón sem stefndu til okkar með yfirgangi rýmingarsölu, eiginkonan
kemur heim með ljón milli lappanna, karlailm antílópu
rígbundinn í munni sér, náttlampalýst sár,
ok sorgarklæða svíður á skorðuðum herðum hennar,
ljón innikróuð í kúpunni, brúðkaupsdansararnir drepnir,
tvístruð innyflin eins og ávaxtaklasi, ljón
í sprungum ástar okkar, ljón ofar uglum, ljón
eins og Labrador, húsdýrin glefsuðu, ljón til í tuskið,
ljón við höfuðbók grafhvelfingar hripandi niður dauðsföll,
gifsafsteypur af klóm ofan við dyr krabbameinsdeildarinnar, ljón
drógu frá gluggatjöldum rifbeina okkar, blésu eins og hvínandi örvar,
hungruð ljón, hárin máluð á beinin,
ljón í garðinum með börnunum, ljón
étandi miðnætursnarlið, kjúklingur á vörum þeirra,
ljón á bökkum öldurhúsa kúgandi
út bjórpeninga, ljón drekkandi undir borðið
TMM_4_2009.indd 97 11/5/09 9:57:36 AM