Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 98
J e r a m y D o d d
98 TMM 2009 · 4
Fótgönguliða, Lífverði, Riddara,
sem standa í fullkominni goggunarröð
við rúmstokk minn, bíðandi eftir að ég beri
beinin frá vakt lífsklukku minnar
og klæði mig í náðargjöf útþynntra brynklæða.
GLENN GOULD KEMST YFIR DÓNÁ
Í SAMFLOTI MEð HRAFNI
Við skiluðum sjálfseyðingarvopnum okkar til mæðra hinna
ákærðu, við vorum hraktir upp úr stöðuvatninu af steytt-
um olnbogum þúsund sundmanna, karnivalstripparar
mættu okkur á bakkanum, við lögðum bát okkar að landi
samkvæmt bókinni, bundum hann hart á togum við hval-
bein og héldum áfram á krákustígum í gegnum skóginn og
rákumst á skuggaætur, safnara í vængjuðum brjóstahöld-
urum, þær færðu okkur út á ystu nöf.
Þá nótt sváfum við undir tré sem svignaði undan ljósker-
unum, við vöknuðum í slóvensku baðhúsi, Paganini spilaði
undir rifsberja- og skipakexmorgunmatnum, ég sá silfur-
pallíettur sæðis á buxum hans, ég gekk svo langt að biðjast
afsökunar, hann festi nælu á brjóst þitt og benti okkur á að
fara, við áttum ekkert til að hætta á svo við hættum að stara
í staðinn, á hæðinni litum við í gjaldskyldan sjónauka og
sáum jarðarstóran storminn á Neptúnusi, þegar guðirnir
litu til baka leið mér eins og skuggamynd úr pappa á skot-
æfingasvæði, við tölum aldrei um það, það kastast frá
minningu til minningar vegna tæpitungumáls, fuglar
koma til að tylla sér á skagandi afmyndunum mínum, þeir
færa hold aftur til húsmóður sinnar á holdsveikrarspítalan-
um, krákustígur er eina manngerða leiðin sem er samboðin
fuglum.
Við sváfum þá nótt eins og hvolpar í sekki bundnir við
púströr, við vöknuðum í rúmi með föður þínum, nátt-
borðsbók hans er skrá yfir svefnstellingar, ég segi honum
allt hvíslandi í vindbarið eyra hans, hann rís upp eins og
svifflugmaður dreginn á loft af hlaupandi mönnum, þú
klæðir þig í ræmur frá pappírstætara, og dansar við opinn
eld, útvarpið dvínar svo þú vaggar þér við suðið í staðinn,
TMM_4_2009.indd 98 11/4/09 5:44:42 PM