Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 139

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 4 139 raunar vitum við ekki enn hve mikla peninga íslenska ríkið lagði í púkkið – og þarna skuli samankomið heilmikið af ágætu lesefni eftir ágæta höfunda um marga ágætustu myndlistarmenn okkar tíma ásamt með myndefni í hæsta gæðaflokki. Eitt til viðbótar mætti telja Icelandic Art Today til tekna: greinar skrifaðar á íslensku eru þýddar á ensku af óvenjulegri leikni og smekkvísi. Efasemdir mínar snúa að því hvernig staðið var að samsetningu þessara bóka heima í héraði, nánar tiltekið þær forsendur sem ábyrgðarmenn þeirra lögðu upp með. Þegar fréttist að CIA væri með í smíðum kynningarrit um íslenska samtímamyndlist í formi greinasafns um fimmtíu frækna fulltrúa hennar, þótti fleirum en mér hugmyndin dáldið gamaldags. Að því er ég best veit hafa menn víðast hvar gefist upp á safnritum eða samsýningum þar sem tilteknu úrvali listamanna er ætlað að varpa ljósi á myndlist heillar þjóðar, og borið fyrir sig efasemdum um vægi hins „þjóðlega“ í straumkasti alþjóðavæð- ingar. Auk þess hefur afstæðisstefna póstmódernismans vakið upp hræðslu við gæðahugtakið, það að gera upp á milli listamanna á grundvelli erindis eða erindisleysu verka þeirra. Það er ekki að sjá að þeir Schoen og samverkamaður hans, Halldór Björn Runólfsson, setji fyrir sig efasemdir af þessu eða öðru tagi. Fyrir Schoen er bókin einfaldlega eins konar „litróf“ (spectrum) samtímalist- arinnar á Íslandi og HBR tekur í svipaðan streng, og bætir við að alls ekki megi líta á bókina sem samantekt yfir „fimmtíu bestu“ listamenn landsins af yngri kynslóð. En vöntun á frekari lýsingu á aðferðafræði þeirra félaga, misvísandi yfirlýs- ingar HBR í fjölmiðlum um þær forsendur sem réðu vali listamanna – t.a.m. mátti á honum skilja að þeir sem væru duglegir að kynna sig í útlöndum hafi haft einhvern forgang, sömuleiðis lét hann að því liggja að bók þeirra væri mótvægi við of mörgum veglegum bókum um óverðuga listamenn á íslenskum markaði – og ekki síst gloppurnar í sjálfu valinu, gerir að verkum að Icelandic Art Today hlýtur að kom þorra lesenda fyrir sjónir sem tiltölulega tilviljunar- kennt val tveggja sjálfskipaðra sérfræðinga. Óneitanlega er það fyrirhyggju- eða dómgreindarleysi af þeim Schoen og HBR að baktryggja sig ekki með hlutlægri verklýsingu eða skipan valnefndar, þar sem ganga mátti að því vísu að í okkar litla þjóðfélagi mundi opinberlega kostað og útgefið „úrval“ af þessu tagi auka enn frekar á það sundurlyndi sem fyrir hendi er í hinum stóra hópi íslenskra myndlistarmanna. Og álitamál hvort HBR hefði, stöðu sinnar vegna, átt að taka þátt í samsetningu þessarar bókar án varnagla af því tagi. Þreytt og snubbótt Talandi um gloppur, þá er auðvitað margt í vali þeirra tvímenninga sem ekki þarfnast sérstakrar réttlætingar. Skárra væri það. Nokkrir myndlistarmenn fæddir eftir 1950 hafa klárlega stimplað sig inn í íslenska samtímalist með svo afgerandi hætti að ekki verður framhjá þeim gengið. Enda eru þau öll á vísum stað í þessari bók: Eggert, Georg, Gabríela, Helgi Þorgils, Hlynur, Hrafnkell, Ólöf, Rúrí, Steingrímur, Tumi og Co. En hví ekki býsna aðsópsmiklir jafnaldr- TMM_4_2009.indd 139 11/4/09 5:44:47 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.