Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 7
M u n a ð u r s á l a r i n n a r TMM 2011 · 2 7 Kompósisjón: Hvernig er textinn ofinn? Í skrifum Thors um aðra listamenn, og líklega sérstaklega í bókum hans um Kjarval og Svavar Guðnason, má finna ýmsa lykla að þeirri fagur­ fræði sem einkennir skáldskap hans sjálfs. Í bókinni um Svavar segir um afstraktmynd sem heitir Kompósisjón (1941): Í þeirri kviðu leikast á bjúgform og þríhyrningar. Beinar línur og aðrar sveigðar, og reigðir oddar til að hlíta sveiflunni og boglínur leiðast frá fleygum með réttum hornum, sveiflast áfram í bjúgspennu, sums staðar leiðast af því stýfð hálfmánaform, og víxlast við klofa með skörpu horni og ýmist skilgetna eða hálfkveðna þríhyrninga; hlið úr þríhyrningi framlengist í línu sem mýkist og sveigist í bug, og af þeim leik stefnir allt í þyril þar sem hraði og afl binzt farvegi í smíð sem hvergi haggast úr böndum, þrungin ólgu innra. Og þar sem felast læsilegar myndir úr sagnheimi taka þær sig aldrei út úr né raska formspilinu og þess aga.2 Freistandi er að ætla að Thor hafi stefnt að svipuðu formrænu samspili grunnþátta í texta sagnaverka sinna. Þar megi í einstökum köflum sjá agaða sveiflu í rými sem jafnframt er þó þrungið innri ólgu – rými sem er í senn mállegt, myndrænt og hljómrænt, laust undan kröfum raunsæis­ legrar eftirlíkingar en fólgið í haganlegri smíð sem hvergi haggist úr böndum. Víst mætti lesa sum verka Thors, einkum sumar skáldsögurnar (t.d. Fljótt fljótt sagði fuglinn, Óp bjöllunnar og Tvílýsi) út frá viðlíka skilningi á þeirri formlegu kompósisjón sem á sér stað. En verði sú áhersla mjög ríkjandi þá reyrir túlkunin sig fasta í formalískum skilningi á módernísku formi, eins og iðulega hefur verið raunin, jafnt meðal þeirra sem hampað hafa módernisma sem hinna er hafa gagnrýnt hann harðlega og talið að í hann skorti blóð sögunnar og mannlífsins. En í umfjöllun sinni um Svavar sýnir Thor einmitt hvernig hin afströktu form málarans tengjast innri og ytri kröftum, í manninum, samfélaginu og náttúrunni. Nú hvarflar hugurinn að texta sem Thor birti í fyrstu bók sinni og nefndi einmitt líka eftir sjálfri kompósisjóninni, samsetningunni, samningunni, nánar tiltekið „Komposition í rauðu og svörtu“: Krónur dökkra trjáblóma lokast utan um svarta fugla sem setjast í þau til að verða gleyptir af þeim, í þungan ilm þeirra og gleyma. Og ómur myrkra vinda þýtur í svörtu laufi. Og rauður blóðdropi um nótt. Sál sem horfir á lík sitt í grafreit myrkra viða og svartir fuglar fljúga úr svörtum krónum til að slíta það. Meðan sálin horfir á.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.