Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 21
Í þá g u f r a m v i n d u m a n n k y n s i n s TMM 2011 · 2 21 má margt læra þótt hann rati ekki alltaf rétta leið sjálfur: „… list hans, hið nýja hnitaða stálbeitta form, leggur jafnframt máttugasta vopn í hendur nýjum skáldum sem vilja beita því í þágu framvindu mannkynsins“.3 Herhvöt Kristins féll ekki í grýttan jarðveg, enda voru yfirvofandi mestu hræringar aldarinnar í íslenskri ljóðagerð. Nærvera Eliots í þeim átökum er staðreynd – mörg af atkvæðamestu skáldum þjóðarinnar höfðu sökkt sér í ljóð hans. Einn af þessum aðdáendum var Hannes Sigfússon. Þegar grein Kristins birtist hafði Hannes þegar lokið við sína fyrstu ljóðabók, Dymbilvöku, sem svipar að mörgu leyti til Eyðilands Eliots.4 Líkindin eru einnig sjáanleg í Imbrudögum, annarri ljóðabók Hannesar frá 1951, en báðar þessar bækur eru einn samfelldur ljóð­ bálkur í fimm hlutum (rétt eins og Eyðilandið). Í þriðju bók Hannesar, Sprekum á eldinn frá 1961, ber nýrra við. Segja má að sú bók sé hefð­ bundnari en hinar tvær fyrri, ljóðin bera titla og bjóða upp á röklegri lestur en eldri ljóð Hannesar (eru „skiljanlegri“). Mörg þeirra fela í sér pólitíska ádeilu sem átti eftir að verða áberandi í síðari ljóðum Hann­ esar en forboða um þessa áherslubreytingu má sjá í viðtali við hann í Birtingi frá árinu 1958. Þar fullyrðir Hannes að einkenni módernískra ljóða séu orðin úrelt og gagnslaus, ekki síður en stuðlarnir og rímið sem þau ruddu burt. Hann vill að skáldin láti af torræðri málnotkun og komi boðskap sínum til skila umbúðalaust: „Ég held að tími hins skorinorða ljóðs sé kominn!“5 Sprek á eldinn er hægt að skoða sem svar Hannesar Sigfússonar við kalli Kristins E. Andréssonar frá því tólf árum fyrr – um róttæka, pólitíska endursköpun á formi Eliots, nútímaljóðlist „í þágu framvindu mannkynsins“. Ljóðin í Sprekum á eldinn eiga í raun meira sameiginlegt með síðari ljóðum Eliots en Eyðilandinu. Gróflega má segja að þróunin í ljóðagerð Eliots sé frá efasemdum til sannfæringar. Það er sömuleiðis mikil sannfæring í Sprekum á eldinn en um muninn á þessum tveimur höfundum má segja (með nokkurri einföldun) að sannfæring Eliots sé trúarleg en sannfæring Hannesar pólitísk. Hvor um sig finnur svör við áleitnum spurningum og boðar sannleikann í ljóðum sínum. Hér verður leitað í síðari ljóð Eliots til samanburðar við Sprek á eldinn, einkum kvæðabálkinn Four Quartets sem er eins konar listrænn lokahnykkur á ljóðagerð hins enska stórskálds. Kvartettarnir komu út í endanlegri gerð 1943 en eftir þá lagði Eliot lýríkina að mestu á hilluna og sneri sér að leikritun. Ýmis stef úr eldri ljóðum skáldsins eru endurunnin í Four Quartets og snemma varð sá skilningur til að ljóðaflokkurinn væri kórónan á því sköpunarverki sem Eliot hefði unnið á sviði ljóðlistarinnar.6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.