Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 22
H j a l t i S n æ r Æ g i s s o n 22 TMM 2011 · 2 Four Quartets Það er viðtekin skoðun að líta á seinni verk T.S. Eliots sem afsprengi þeirrar miklu íhaldsstefnu og þess strangkristna siðferðis sem hann til­ einkaði sér á síðari árum.7 Víst er að Eliot þótti þróun vestrænnar menn­ ingar uggvænleg; vaxandi blöndun menningarsvæða var honum ekki að skapi því hann taldi að sérhver þjóðmenning gæti ekki blómstrað raunverulega nema hún ætti sér sinn afmarkaða stað. Í tveimur þekktum ritgerðum, The Idea of a Christian Society (1939) og Notes Towards the Definition of Culture (1948), fæst Eliot við spurninguna um hvað muni sameina Bretland á komandi tíð þegar allt stefnir í að breska heims­ veldið falli saman. Honum var mikið í mun að Englendingar ræktuðu forn, þjóðleg gildi, ekki síst með því að efla ensku kirkjuna sem hann sjálfur hafði látið skírast til árið 1937. Og Eliot var sannarlega ekki einn á báti. Þjóðernishyggja færðist í aukana meðal breskra menntamanna og rithöfunda á fjórða áratugnum. Kominn var holhljómur í hinn digra stofn breska nýlenduveldisins og endurspeglar Four Quartets þessi umskipti að mörgu leyti. Í samanburði við The Waste Land er Four Quartets býsna þjóðlegt verk, það er allt á ensku og ekki gegnumofið klassískum goðsögum úr fornöld. Líkindin eru samt nokkur: Rétt eins og The Waste Land er ort um hörmungar fyrri heimsstyrjaldarinnar má segja að Four Quartets sé viðbragð við þeirri seinni. Eliot lauk við Four Quartets árið 1942, þegar enn var óljóst hver endalok stríðsins yrðu. Þrátt fyrir það endar ljóðabálkurinn á von um bjarta framtíð: „And all shall be well and/All manner of thing shall be well.“8 Í kvartettunum er meira um beinskeyttar og ótvíræðar full­ yrðingar en í hinum torráðnu, ryþmísku og myndrænu ljóðum sem komu fyrr á ferli skáldsins. Þetta þýðir þó ekki að ljóðaflokkurinn sé léttvægari eða auðskildari en eldri ljóðin.9 Four Quartets er í raun fjögur ljóð sem steypt er saman í eina heild: „Burnt Norton“ (1935), „East Coker“ (1940), „The Dry Salvages“ (1941) og „Little Gidding“ (1942). Hvert ljóð skiptist í fimm hluta.10 Við­ tökusaga ljóðanna hefur frá upphafi mótast af því að meirihluti þeirra er skrifaður í stríðinu – seinni kvartettarnir tveir voru jafnvel taldir jaðra við að vera áróður fyrir málstað Breta.11 Þrátt fyrir það er stríðið aldrei nefnt beinum orðum, ekki frekar en aðrir samtímaviðburðir. Kvartett­ arnir eru raunar hafnir yfir samtíma sinn, persónulegir og huglægir, fullir af táknum og heimspekilegum hugsunum. Kjarni þeirra er kristin lífssýn, hugleiðingar um eilífðina og hlutskipti mannsins á jörðinni.12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.