Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 26
H j a l t i S n æ r Æ g i s s o n 26 TMM 2011 · 2 vandamálum sem upp koma í glímunni við orð og hugmyndir. Fimmti hluti „East Coker“ er að miklu leyti lagður undir þetta og þar má til dæmis sjá að verki hefðarhugmyndina sem nafn Eliots er svo rækilega tengt: … And what there is to conquer By strength and submission, has already been discovered Once or twice, or several times, by men whom one cannot hope To emulate – […] For us, there is only the trying. The rest is not our business.29 Það sem hægt er að sigra með styrk eða auðmýkt hefur þegar verið upp­ götvað. Hér talar Eliot fyrir hönd nútímaskálda sem geta ekki vonast til að líkja eftir gömlu meisturunum – fyrir nútímaskáldin er ekkert hægt að gera nema reyna. Í þeim hluta „East Coker“ sem hér er vitnað til vekur athygli að Eliot velur myndmál hernaðar sem umgjörð umræðunnar um skáldskapar­ listina: Efniviður skáldskaparins er hjá honum „það sem þarf að brjóta undir sig“ („what there is to conquer“). Myndhvörfunum er haldið í gegnum allan fyrri helming kaflans; skáldið talar um „herdeildir geð­ hrifa“ („squads of emotion“), starfi skáldsins er lýst sem „bardaga til að endurheimta það sem glataðist“ („the fight to recover what has been lost“) og „árás á hið óskýra“ („a raid on the inarticulate“). Öllu frið­ sælli er tónninn í kvæði Hannesar Sigfússonar, „Vetrarmyndum úr lífi skálda“, þar sem þessari sömu baráttu er lýst. Hannes fjallar um sama vonleysislega baslið og Eliot en hefur líkingu af sjómennsku og fisk­ veiðum: Djúpt sefur þú í djúpi mínu Og dumbrautt kvöldskin blóðs míns sveiflar geislasnörum í gegnum auð og barkarlituð fiskinetin Þau ná of grunnt, þú sefur dýpra30 Hér mætti staldra við og reyna að geta sér til um skýringarnar á hvoru tilviki um sig. Ljóð Eliots er ort á stríðstímum, fregnir af vopnuðum átökum stórþjóða eru daglegt brauð. Sem dyggur þegn Bretaveldis (og höfuðskáld þess á efri árum) virðist Eliot gangast upp í þeim kröfum sem gerðar eru til hans: Samstaða þjóðarinnar er höfuðatriði í stríði, stétt með stétt skal þá leggjast á eitt um að styðja þá sem leggja líf sitt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.