Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 27
Í þá g u f r a m v i n d u m a n n k y n s i n s TMM 2011 · 2 27 að veði við að verja hagsmuni þjóðarinnar. Ýmsir fleiri staðir í Four Quartets voru túlkaðir sem þjóðernisvakning, t.d. niðurlagið á „Little Gidding“. Þar má finna framtíðarsýn sem var álitin eiga við um hina föllnu, bresku hermenn sem myndu fagna með hinum lifandi á sigur­ stundinni: „We are born with the dead:/See, they return, and bring us with them.“31 Þegar Hannes Sigfússon gefur út Sprek á eldinn geisar annað stríð: Kalda stríðið. Minna var um bein vopnaátök í því stríði og þær skærur sem upp komu voru allar háðar mjög fjarri Íslandi. Kalda stríðið var fyrst og fremst hugarástand. Hannes Sigfússon hafði ort um það í Imbrudögum og honum var vaxandi nærvera hernaðar á landinu mikið áhyggjuefni eins og hann lýsir í ævisögu sinni: „Ég hafði alist upp í íslenskri friðsæld, dálítið utan við heiminn, og orðið vitni að hernámi landsins sem í einni svipan gerði okkur að styrjaldaraðilum, fagnað síðan langþreyðum friði í nokkur missiri, en brátt fundið nepju kalda stríðsins næða um mig eins og helspá.“32 Líklega hefur Hannesi ekki þótt hæfa að líkja starfi sínu við neitt sem minnti á hernað. Í staðinn velur hann þessa þjóðlegustu iðju Íslendinga, sjómennskuna, en í Sprekum á eldinn er sterkur þjóðernislegur strengur. Upphafsljóð bókarinnar heitir einfaldlega „Ættjarðarkvæði“ og gefur tóninn fyrir það sem á eftir fer. Á Íslandi var afstaða manna í kalda stríðinu enda venjulega notuð sem mælikvarði á tryggð þeirra við þjóðernið og ættjörðina. Hvor fylkingin sakaði hina um landráð: Herstöðvaandstæðingar kölluðu mótherja sína taglhnýtinga Bandaríkjamanna og fengu á móti ásakanir um tengsl við Sovétríkin. Á orðum Hannesar má sjá að hann stillir friðsælu, íslensku sveitalífi upp sem andstæðu við veruleika hernámsins. En skáldskapurinn er meira en bara þjóðleg iðja. Í Four Quartets, líkt og í fleiri ljóðum Eliots, er skáldinu lýst sem sjáanda. Hlutverk þess er að skilja og orða stöðu sína í sköpunarverkinu.33 Hið óformbundna og huglæga (tilfinningar, sannindi) er það sem skáldið á að binda í form í verkum sínum: „Only by the form, the pattern,/Can words or music reach/The stillness …“.34 Alltaf þegar maðurinn reynir að upplifa sann­ leikann verður hann fyrir áföllum freistinga og er afvegaleiddur af skynfærum sínum.35 Reynslusannindi hafa takmarkað gildi. Og jafnvel sannleikur eða þekking sem búið er að koma böndum á með röklegum aðferðum (tungumáli) er ófullkominn, því heimurinn er síbreytilegur: There is, it seems to us, At best, only a limited value In the knowledge derived from experience.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.