Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 36
G u ð r ú n H e l g a d ó t t i r 36 TMM 2011 · 2 til mennta og lauk stúdentsprófi árið 1920. Í inngangi að Kvæðum og ritgerðum Jóhanns segir Halldór Laxness svo: Hann birti á skólaárum sínum kvæði í Landinu, Fréttum og Óðni. Hann fór til Þýskalands 1921 og stundaði um fjögurra ára skeið háskólanám í bókmenntum í Leipzig og Berlín, kvæntist 1921 Nikólínu Árnadóttur af Ísafirði, en þau skildu. Hann kom aldrei aftur til Íslands, en dvaldist mest á Þýskalandi síðustu ár sín, en einnig á Ítalíu og í Sviss, og eitt sumar á Norðurlöndum. Sakir vanheilsu hafðist hann mjög við á heilsuhælum. Hann andaðist 1. september 1932. Líkami hans var brenndur. Ástkona hans Elísabet Göhlsdorf flutti duft hans heim til Ólafsvíkur skömmu síðar, og lifði móðir hans þá enn. (Kvæði og ritgerðir, Heimskringla 1952, bls. 10) Jóhann Jónsson barðist við berklaveiki frá unga aldri og lést aðeins 36 ára gamall. Eftir hann liggur ekki mikið en þó það sem enginn vildi misst hafa. Frægast kvæða hans er ljóðið „Söknuður“ og sagt hefur verið að Jóhann hafi verið eins kvæðis maður. En raunar er það vanmat á verkum hans, því að hann orti fleiri kvæði, auk þess sem hann þýddi skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Jón Arason, á þýsku. En vitaskuld fór æviorka hans í að berjast við berklaveikina og þunglyndi sem henni fylgdi, auk stöðugrar fátæktar sem ekki auðveldaði honum að halda kröftum. Hið fagra kvæði, „Söknuður“, sem hefst á ljóðlínunni „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?“ er tvímælalaust best lýsing á sorglegri ævi Jóhanns og sá gimsteinn bestur sem hann lét okkur eftir. Sé það rétt, sem Halldór Laxness segir í ritgerð um „Höfundinn og verk hans“, að „ein vel gerð blaðsíða í heilu ævistarfi jafngildi kraftaverki“, hefur Jóhann Jónsson ekki lifað til einskis. Þá er „Söknuður“ eitt af kraftaverkunum í íslenskum bókmenntum. En hver var þá Elín? Árið 1946 kom út lítil bók, sem fáir eiga nú og ber heitið Angantýr. Höfundur hennar var Elín, Elín Thorarensen. Hér eftir læt ég hana sjálfa hafa orðið, því að hafi Jóhann vinur hennar Jónsson haft vald á ritlistinni, hafði hún það ekki síður. Og óháð sögunni sem þessi litla bók segir okkur er texti hennar einn af gullmolum íslenskra bókmennta. Vel má vera að einhver þeim Elínu og Jóhanni skyldur þekki enn til þeirra atburða sem bókin lýsir og eflaust særðu einhverja á sínum tíma en með tilliti til hversu nú er langt um liðið leyfi ég mér að segja þessa sögu hér. Þó að allt hafi verið gert til þess að hafa hlut Elínar í lífi Jóhanns Jónssonar að engu verður ekki fram hjá honum gengið eins og bréf sem birtist fyrst sjónum manna í áðurnefndu bréfasafni eftir nærfellt áttatíu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.