Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 38
G u ð r ú n H e l g a d ó t t i r 38 TMM 2011 · 2 Hann var fæddur og uppalinn þar sem brimið er í almætti sínu, og líklegt þykir mér, að hún mamma hans hafi horft á brimið, þegar hún gekk með hann, því að augun í honum voru alveg eins og brimið, eða það fannst mér. Þegar hann var glaður, þá voru þau eins og brimið í sólskini, en þegar honum var þungt í skapi, þá voru þau eins og brim í óveðri. Ég sagði þetta við hann, og honum þótti gaman að því. Það var í júlí 1915 hérna í Reykjavík í Þingholtsstræti 18, að ég var heima í stofunni uppi á lofti. Þá var barið að dyrum, og ég fór til dyra, og Angantýr stóð þarna, fallegur í ljótu görmunum sínum. Hann var hreinn og snyrtilegur. Mér finnst sóðalegt fólk hryllilegt. Jóhann mun hafa verið að óska eftir að gerast kostgangari hjá Elínu en hún seldi fæði sér og börnum sínum til viðurværis. Og hún segir svo frá: Þó að Angantýr væri fátæklega til fara, þá varð ég þess brátt vör, að hann átti nokkuð, sem aðrir áttu ekki, þeir er betur voru klæddir, en það var fannhvítur fjaðurhamur. Í hann gat hann brugðið sér, hvenær sem hann vildi, og flogið í honum til „Logalanda, þar sem eldurinn aldrei deyr og allar klukkur standa“. Ljóst er að með Jóhanni og Elínu tekst náin vinátta. Henni segist svo frá: Angantýr átti heima á Kárastíg 11. Hann bjó með vini sínum, Helga Þorkelssyni, sem var skjól hans og skjöldur, bæði fyrr og síðar. Við Angantýr áttum mörg spor á Skólavörðustígnum, því að oft var ég heima hjá honum, en miklu oftar var hann hjá mér. Enginn dagur var okkur nógu langur, – einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. Ég átti lítið kver, sem heitir „Nanna“, Jón Ólafsson gaf það út. Í því var kvæði eftir Valdimar Ásmundarson, kveðið í stíl miðaldaþjóðkvæða. Mig langaði að gefa Laufeyju Valdimarsdóttur kverið vegna kvæðisins, en tímdi ekki að missa kvæðið og bað Angantý að skrifa það upp fyrir mig. Þetta var kvöldið 17. ágúst 1915, í rauðu stofunni. Hann skrifaði kvæðið með sinni fallegu rithönd, en varð um leið svo hrifinn af þjóðsagnablænum á kvæðinu, að hann skrifaði á sama blað vísuna „Máninn líður“. Oft sagði hann mér sögur eða fór með kvæði. Eitt kvöldið heima hjá mér las hann kvæðið um „Agnete og Havmanden“. Við vorum tvö ein í stofunni og hann hafði kvæðið yfir í lágum rómi, en mál­ rómur hans er sá fallegasti, sem ég hefi heyrt. Hann fór yndislega fallega með kvæðið. Þá fann ég allt í einu með hug og hjarta, að það var líkt á komið með mér og konunni í kvæðinu, og það greip mig sár kvöl. Þó að ég væri engum öðrum manni bundin, þá átti ég skyldur að inna af hendi. Ég stillti mig um að segja honum það, því að ég vissi vel, að það myndi særa hann. Hann þoldi margar skapraunir mín vegna, og nú er mér það fyllilega ljóst, hvað honum hefir þótt vænt um mig, að hann skyldi ekki hrökklast í burtu. Þegar einhver ósköpin gengu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.