Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 42
G u ð r ú n H e l g a d ó t t i r 42 TMM 2011 · 2 saman, eins og segir í æfintýrunum, og oft, þegar fegurst var veður að kvöldi dags, sagði Angantýr við mig: „Á svona fögru kvöldi vil ég deyja með þér, Brynhildur!“ „En ég vil lifa með þér, Angantýr!“ Við fengum hvorki að lifa né deyja saman. Elín lýsir í bók sinni mörgum sólbjörtum dögum og heitum síð sumars­ kvöldum þar sem skiptast á kvöl og hamingja. Óttinn við óhjákvæmilegan aðskilnað var aldrei langt undan. Elín heldur áfram sögu sinni í agnarlitlu bókinni um gríðarstóru viðfangsefnin sem lífið lagði henni í hendur. Margir dagar voru okkur erfiðir, og í september um haustið vorum við búin að ákveða að fara bæði burt úr bænum, en ekki saman; það gátum við ekki, þó að við vildum það fegin. 16. september, á afmælinu mínu, skrifaði hann undurfagurt æfintýri og gaf mér það. Ég gleymi því aldrei, hvað hann var fal­ legur í augunum, en fölur í andliti, þegar hann kom upp stigann á Laufásvegi 27, en ég stóð í ganginum, og hann rétti mér bréfið, þegar hann kom upp. Þetta var afmæliskveðjan mín. Seint í september fór Angantýr norður á Akureyri, og nokkrum dögum síðar fór ég til Danmerkur. Það var altalað hér í bænum, að við værum ósátt; það var alveg auðvitað, að svo hlaut að vera, fyrst við fórum hvort í sína áttina. En við vorum aldrei ósátt, heldur skildum vegna fátæktar og erfiðleika. Þegar ég var komin til Danmerkur, skrifaði Angantýr mér yndisleg bréf. Ég vissi það vel, að hann vildi allt fyrir mig gera, en ég vissi líka, að hann gat ekki risið undir öllum þeim erfiðleikum, sem ég átti við að stríða, og ég vildi ekki draga hann niður. Ég bjóst við, að hann ætti glæsilega famtíð. Ég skrifaði honum og leysti hann frá öllum heitum. Við sáumst aldrei framar. Ég var sex ár í Danmörku, kom heim 1922, – tók til að elda mat eins og áður. Stundum var gaman; stundum var ekki gaman. Ég frétti lítið af Angantý, spurði heldur engan um hann. Það liðu tíu ár. Þá var það einn dag í september 1932, að ég var að þvo gólf í stofunni hérna á Baldursgötu 32, þar sem ég á enn heima; þá kemur kona til mín og segir: „Ég ætla að segja þér að hann Angantýr er dáinn. Ég vildi ekki, að þú fréttir það á skotspónum.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði ég, „en hvað gekk að honum?“ „Æ! Hann var allt af veikur,“ svaraði hún. Ég spurði ekki meira. Konan fór, og ég hélt áfram að þvo gólfið. Það er sagt, að tíminn lækni öll sár. En mér finnst, að því lengra sem líður, verði sárið dýpra. „Vinnan er eina hjálpin, helzt erfiðisvinna,“ segir Elín á einum stað í bókinni, „hún eyðir fyrir manni tímanum, sem maður þarf að losna við, það er aðalatriðið.“ Ég hef etið mat minn grátandi, líka vakað hálfar og heilar nætur, en ég hefi aldrei iðrast þess að elska mann, sem var í fyllsta samræmi við mitt innsta eðli, – en það var Angantýr, og nú ætla ég að tala við Angantý eins og í gamla daga, því að hann hefir aldrei verið mér dáinn, ekki vegna þess, að ég hafi neina vissu um annað líf, heldur vegna þess, að á meðan ég lifi, þá lifir hann hjá mér:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.