Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 46
G u n n a r M á r H a u k s s o n 46 TMM 2011 · 2 efni bíður fræðilegrar úrvinnslu og væri til dæmis verðugt verkefni fyrir meistaranema í íslenskri bókmenntafræði að vinna úr. Ég hef oft undrast hve margir þekkja lítið til ljóða Jóhanns að „Sökn­ uði“ undanskildum. Viðurkennt er að „Söknuður“ sé eitt fegursta kvæði sem ort hefur verið á íslensku en samt hafa menn ekki lagt á sig að leita uppi hin kvæðin og lesa þau. Eftirfarandi setning í formála Halldórs Laxness í ljóðabókinni Kvæði og ritgerðir er lífseig. Þar segir: „Ágætur bókmentafrömuður hefur komist svo að orði um það er varðar Söknuð Jóhanns: „Jóhann Jónsson er eins kvæðis maður og má vel við una. Margur hefur orðið að láta sér duga minna.“ Margir virðast hafa tekið þetta svo bókstaflega að óþarft sé að kynna sér önnur ljóð Jóhanns. Í bókinni Úngur ég var (1976, bls. 74) upplýsir Halldór Kiljan hver þessi „ágæti bókmenntafrömuður“ var, það var Jón Helgason. Ég held að það sé augljóst að hvorugur þeirra Jóns og Halldórs meinti þessi orð svo bókstaflega sem þau virðast oft tekin. „Mikill séntilmaður og kommúnisti“ Mér finnst ég hafa þekkt Jóhann Jónsson alla tíð, þó að hann hafi látist fimm árum áður en ég fæddist. Hluti af því hve Jóhann var lifandi fyrir mínum hugskotssjónum var að ekkja hans, frú Göhlsdorf, var heimilis­ vinur í Urðartúni við Laugarásveg, æskuheimili mínu.1 Ég sé hana fyrir mér sitjandi í stól. Hún var nokkuð feitlagin kona með grátt uppsett hár. Hún var lærð leikkona og tjáði sig mikið með leikrænum töktum, miklum handahreyfingum, áherslum í raddbeitingu og galopnum augum. Í raun vissi ég harla lítið um samband pabba og Jóhanns. Ég vissi að pabbi var við útför Jóhanns og skrifaði minningargrein um hann sem birtist í Morgunblaðinu. Við bræður munum báðir eftir lýsingu pabba á útförinni sem greinilega hafði mikil áhrif á hann, sérstaklega þegar kistan var látin síga niður í gólfið. Þegar ég fer nú að kanna líf Jóhanns Jónssonar kemur nafn Hauks Þorleifssonar hvergi við sögu. Hann virðist þó hafa verið eini Íslend­ ingurinn sem var viðstaddur andlát Jóhanns. Halldór Laxness kvaddi hann tveimur dögum áður en hann dó og Jón Leifs kom þegar hann frétti lát Jóhanns. Salóme Nagel bjó í Berlín með fjölskyldu sinni og hefur sennilega komið með Jóni Leifs, bróður sínum, en þau þrjú, Jón, Salóme og Haukur, voru einu Íslendingarnir við útför Jóhanns. Í öllum skrifum Halldórs Laxness er hvergi minnst á Hauk Þorleifs­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.