Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 49
J ó h a n n J ó n s s o n s k á l d TMM 2011 · 2 49 Ferðasaga Jóhanns Af tilviljun fór ég að segja gömlum skólabræðrum af þessu grúski mínu kringum Jóhann. Einn af félögunum, Skúli Pálsson, hæsta­ réttarlögmaður, sagði þá: „Ég á heima bréf frá Jóhanni Jónssyni til ömmu minnar.“ Þarna kom á daginn að afi og amma Skúla, hjónin Elís Jónsson og Guðlaug Eiríksdóttir á Djúpavogi, höfðu ráðið Jóhann til að kenna dætrum sínum einn vetur. Þarna er að finna kennsluefni, til dæmis leikrit skipt eftir hlutverkaskipan, persónuleg bréf til þeirra hjóna, tvær ferðasögur, þ.e. um ferð frá Djúpavogi til Reykjavíkur og svo frá Reykjavík til Leipzig, og síðast en ekki síst lýsing á upplifun Jóhanns þegar sjómenn frá Ólafsvík, sem farist höfðu nokkru fyrr, birtust honum í draumi. Sagan „Eitthvað var það“ er þarna í eiginhandarhand­ riti Jóhanns en hafði birst áður í þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar undir nafninu „Blandin heimsókn“. Í þeirri útgáfu er orðum hnikað til og endinn vantar. Önnur frásögn er til eftir Jóhann sem segir frá þessu sama slysi en þar er átakanleg lýsing af viðbrögðum gamallar konu sem missir sína síðustu fyrirvinnu, son sinn, í hafið. Halldór Laxness og Jóhann sigldu saman til Djúpavogs sumarið 1920 ásamt Halldóri Kolbeins, sem bar ábyrgð á ráðningu þeirra til kennslu­ starfanna. Halldórarnir héldu svo suður á Hornafjörð þar sem Laxness gerðist heimiliskennari í Dilksnesi. Um vorið ákvað Jóhann að halda landleiðina suður. Halldóri ofbýður sá ferðamáti og vötnunum sem Jóhann ríður í lýsingum Halldórs fjölgar alltaf því oftar sem hann lýsir ferðinni. Í bréfabunka Guðlaugar Eiríksdóttur er lýsing Jóhanns sjálfs á þessari ferð. Sú ferðalýsing er fróðleg og fengur að henni. Samt ber hún þess merki að hún er skrifuð fyrir þau hjón en ekki ætluð til útgáfu. Hins vegar er ferðasaga Jóhanns frá Reykjavík til Leipzig mikill fjár­ sjóður og ber tjáningarmætti hans og orðkynngi vitni. Bókinni Grikklandsárið lýkur með lýsingu Halldórs Laxness á utanför hans og Jóhanns Jónssonar með ms. Íslandi í október 1921. Þar segir: Þegar ég kom suður til Reykjavíkur úr flateyarför var lángt liðið á sumar. Jóhann Jónsson var kominn að austan sundríðandi yfir mestu vatnsföll Evrópu óbrúuð, og ég man aldrei hvort þau eru heldur sjö eða tólf, eða sjö plús tólf plús tvisvar sinnum það, einkum þá aldur færist yfir og maður sundríður þau frammogaftur í tímanum. Uppi voru miklar áætlanir. Tilamunda var afráðið að Jóhann færi til háskólanáms með haustinu að stunda bókmentir og fagurfræði í Leipzig fjögur ár. Það stóð til að Nikkólína færi líka, þau ætluðu að gifta sig uppá reisuna. Mér var boðið að slást í förina sem óhjákvæmilegt „þriðja hjól á vagni“ samkvæmt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.